Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Farnir til Urumqi

Annad orblogg. Urumqi, su borg heimsins sem er lengst fra sjo, e-ir 2200km. Verid ad saekja okkur svo thetta verdur ekki lengra. Tvo god blogg i rod!

Lif oreigans i Hong Kong...

...er enginn dans a rosum. Vid erum skotnir i henni, en hun er bara adeins of dyr i rekstri fyrir menn eins og okkur. Kannski einn daginn radum vid vid hana. Fagud en litrik, tryllt en snyrtileg, frjals og dyr. Thannig er Hong Kong.

Sitjum gjarnan a sidkvoldum a utsynispallinum og daumst ad hahysunum a Hong Kong eyju, skyline-inu. Husin eru reyndar rosalega missmekkleg, og lysingin a theim lika, en vid faum ekki leid a ad virda thetta fyrir okkur, smaborgararnir fra litla Islandi.

Bordum a stodum sem myndu aldrei komast i gegnum heilbrigdiseftirlit og orkum um allt til ad spara peninga. Besta leidin til sparnadar er samt ad koma ser aftur til Kina sem vid hyggjumst gera a fimmtudaginn. Bunir ad standa i stappi vid kinverska skriffinskuveldid til ad endurnyja vegabrefsaritun. Thad telst semsagt ad fara utur landinu ad heimsaekja Hong Kong, skiljanlega. Itok Kinverjanna her virdast vera minni en vid heldum, her er engin ritskodun a netinu og meira ad segja leyfist ad motmaela stjornvoldum. Fyrir utan thetta netkaffi, rett hja Skyline-inu er t.d. myndasyning sem synir hrottalega medferd stjornvalda a Falun Gong medlimum, og tha er eg ekki ad meina stofufangelsi i skolabyggingu. Svona myndi aldrei sjast i Kina. Semsagt annad land.

Kinverska skriffinskubaknid er heldur ekkert lamb ad leika ser vid. Endalaus bid eftir afgreidslu og thad er stranglega bannad ad gera e-d til ad stytta ser stundir thegar bedid er. Thad a bara ad bida, punktur. Fengum ad kenna a thvi thegar vid Gunni tokum upp spilastokkinn, sem vid gerum svo gjarnan thegar okkur leidist, og akvadum ad taka nokkrar umferdir af Olsen. Nokkrum minutum seinna var maettur madur i einkennisbuningi til ad stodva thetta litla uppthot okkar.

Og af odrum kommuniskum skriffinskubaknum. Okkur langar ad taka lestina fra Beijing til Moskvu. Haegara sagt en gert thar sem ad til ad kaupa lestarmidann tharf madur vegabrefsaritun, og fyrir vegabrefsaritun tharf madur lestarmida. Fyrir utan thad ad thurfa ad vera bodid til landsins. Finnst ykkur thetta ekki logiskt krakkar?

Nog af kerfispirringi thvi vid Gunni erum svo uppteknir af vestraenni menningu her i borg. Aetlum ad skala i storu koki og poppi a Spider Man 3. Segjum svo hvernig hun endar a morgun...

konginn

Hong Kong beibi!


Kofi Hós frænda

In 1954 the North was liberated but the South was invaded by the Americans and the South Vietnamese government. They wanted a private state ruled by capitalism.

Einhvern veginn svona hljómaði söguskýringin sem okkur var boðin á skoðunarferð okkar um Endursameiningarhöllina í Saigon sem áður hýsti bústað og skrifstofur forseta S-Víetnam. Þótt engan undraði orðavalið í opinbera túrnum þá þótti mér annar Víetnami komast nær kjarnanum tveimur dögum síðar.

In the North they call it anti-imperialist war. In the South we call it the civil war. It was a tragedy for my people.

Frá því að skriðdrekar ruddust inn um hlið forsetahallarinnar hér í Saigon 30. apríl 1975 hefur borgin formlega heitið Ho Chi Minh borg (skoðanir ku þó vera skiptar um hvort þeim gamla hefði líkað að vera tekinn í dýrlingatölu). Þótt menn hafi samfara nafnbreytingunni reynt að bæla niður ódæla íbúa borgarinnar og þeirra spilltu lífshætti tókst þeim aldrei meir en að slæva borgarlífið. Samfara auknu frelsi og velmegun (hið síðarnefnda hvað mest hér í landinu) vaknaði borgin til lífsins. Þrátt fyrir opinberu nafngiftina er borgin og verður Saigon. Maður verður allavega lítið var við nokkurt sem minnir á kommúnismann. Byltingarfánann sér maður bara á opinberum byggingum en þó aðallega á búkum erlendra ferðalanga (já, ég og Jónas erum báðir búnir að kaupa okkur bolinn). Sama er að segja um Ho Chi Minh sjálfan - hann sést bara á peningaseðlunum, kannski viðeigandi að það sé so mikið af þeim í borg með hans nafni?

Við höfum lifað góðu lífi hér í borg. Fyrir mitt leyti get ég sagt þetta einn skemmtilegasta áfangastaðinn í ferðalaginu. Saigon hefur sterkan karakter. T.a.m. gæti ég nefnt umferðina sem virðist bara vera ein stór óreiða sem teygir anga sína um allar götur - hálf Saigon virðist alltaf vera á leiðinni eitthvað. Lætin eru líka ofboðsleg, það fylgir náttúrulega umferðinni en líka heyrir maður alltaf síma hringja, fólk í samræðum og það er líka til stétt manna sem að hjólar um göturnar með hristu í hendinni. Tilgangur þeirra er okkur öllum óljós nema þá til að skapa meiri læti. Um leið finur maður hinn hæga, slaka takt lífsins þegar maður sest inn á gott kaffihús og pantar sér stóran ískaffi.

Við tókum því líka fagnandi að komast í almennilega skemmtun upp á vestræna mátann og höfum t.d. stundað keilu stíft. Eitthvað sem manni myndi aldrei detta í hug heima. Mesti skemmtidagurinn var þó sl. fimmtudag þegar við drengirnir gengum í barndóm og heimsóttum Dam Sen vatnsleikjagarðinn. Sá er þetta ritar hafði aldrei áður séð svona margar og flottar vatnsrennibrautir. Þarna hlupum við um milli tækja enda lítið að gera og því engar biðraðir. Draumur hins níu ára drengs. Enda var það svo að kúnnahópurinn þennan morguninn samanstóð helst af stórum hópi leikskólabarna í barnalauginni og stórum hópi vestrænna karlmanna í stóru-barnalauginni (okkur til málsbóta, þá vorum við ekki þeir einu!)

Þrátt fyrir líf og fjör þá er líka margt annað að sjá, sérstaklega úr fortíð þessarar þjóðar. Daginn eftir buslið fórum við þá skylduför sem það er að heimsækja Stríðsminjasafnið. Það fengi svo sem aldrei nein hlutleysisverðlaun en það skiptir bara engu máli. Sjónarhornið skiptir engu þegar maður stendur frammi fyrir grimmdinni og sturluninni sem stríð eru. Styrkur safnsins felst einmitt í að það setur fram vitnisburð um hryllinginn sem stríð eru. Ætti það ekki að vera boðskapur allra stríðsminjasafna í veröldinni?

Nóttina eftir döguðum við á Apocalypse Now og drukkum út The End með Doors. Klukkutímum síðar rönkuðum við við okkur á hnjánum, helþunnir, skríðandi í gegnum göng sem Víet Cong skæruliðarnir höfðu grafið. Síðustu skoðunarferðina í Saigon fórum við út fyrir borgina og heimsóttum þar þorpið Cu Chi en í frumskóginum þar í kring grófu VC sér neðanjarðarbækistöðvar inn í miðju S-Víetnam. Þar kúldruðust menn og konur á daginn meðan Kaninn lét rigna sprengjum yfir svæðið og á næturnar fóru menn um göngin sem þeir höfðu grafið undir herstöð Ameríkana og létu eldi rigna, innan frá. Fyrir utan að manni er leyft að skríða um göngin sjálf er manni svo líka sýndar manndrápsgildrurnar sem voru egndar fyrir kanann en það allra hallærislegasta voru vélrænu gínurnar sem tálguðu bambusspjót og söguðu sprengjuodda, svona eins og jólasveinarnir í Rammagerðinni.

Nú eru Gunnar og Hrafnkell horfnir á vit nýrra ævintýra og innan við sólarhringur þar til við Jónas höldum heim. Maður kveður Saigon sáttur við ferðina, lífið og einn ískaffi við Notre Dame.

Ásgeir Pétur Þorvaldsson talar frá Saigon.


Af öfgum mannskepnunnar

"Angkor Wat, in its beauty and state of preservation, is unrivaled. Its mightiness and magnificence bespeak a pomp and luxury surpassing that of Pharaoh or a Shah Jahan, an impressiveness greater than that of the Pyramids, an artistic distinctiveness as fine as that of the Taj Mahal."

"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."

Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið “over the top” enda tekin af www.tourismcambodia.com)
á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn “Killing Fields”, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.

Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.

Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.

Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.


Blod, sviti og Angkor Wat

Eftir mikid bagsl og busl i Taelandi hofum vid paejurnar i Ferdafelaginu komist heilu og holdnu til Angkor-borgar, nanar tiltekid Siem Reap. Ja, ef thad er til ad verda threyttur a letilifinu ad tha hofum vid vaentanlega nad theim afanga. Eftir 10 daga i sol og almennri omenningu hofum vid komid til Mekka hof-skodunarmannsinns, Angkor borgar.

 Nu, eitt af thvi fyrsta sem madur tekur eftir vid komuna til Kambodiu er thad hversu olikir their eru gronnum sinum i vestri, Taelendingum. Folk er almennt grennra og dekkra. Enskan er auk thess a haerra plani, haegt er ad spyrja folk leidbeininga um hvert a ad fara og born sem selja postkort vid hofin hafa odlast vald a ensku sem ekki er haegt ad bera saman vid medal-taelending. Og talandi um born ad tha skil eg vel Angelinu thegar hun tok tha akvordun ad aettleida eitt theirra, thau eru otrulega mikil rassgot.

En fyrir utan almennar menningar-upplifanir ad tha hofum vid nu lent i alls kyns aevintyrum her i Siem Reap. Thad markverdasta tho thegar hnefastor tarantula skreid eftir veggjum hotelherbergis Asgeirs og Hrafnkels sem nu deila saman herbergi. Their tveir frikudu natturlega ut og akvadu thess vegna ad na i konguloarbanann Gunnar Johannsson (Gunnar Johannsson er super-utgafan af Gunna). Thad vildi tho svo illa til ad thegar ad bjargvaetturinn kom ad tha hafdi konguloin haft sig a brott og sagt skilid vid leidindapukana sem svo innilega vildu hana burt, svei mer tha!

Annar faktor thegar kemur ad menningu her er sa ad thegar hin margvislegu hof Angkor borgar eru skodud, kemur i ljos ad upplifunin tekur ekki bara a augad. Heldur eru onnur skilningarvit nytt svosem eins og eyrun og lyktarskynid. Hofid er ju byggt i midjum frumskogi og ser madur thvi alls kyns skordyr og verur a vappinu nalaegt hofunum sem eru hvert odru magnadra.

Talandi um Angelinu ad tha heimsottum vid hofid Ta Phrom i dag, thar sem myndin Tomb Raider var tekin upp. Thar hafa visindamenn lagt bann a frekari hreinsanir grodurs sem umlykur hofin og litur thad thvi ut eins og exotiskt hof ur Indiana Jones mynd, good-stuff thad.

Tho er thad alltaf sma anti-climax ad koma ad thjodgardinum thvi hugmyndin sem madur hefur upprunalega er su, ad madur geti sett sig i spor einhvers leidara grafarleidangur i austrinu sem svo kemst ad leyndarmalum frumbyggjanna. Thess i stad eru her, eins og reyndar alls stadar i heiminum sem eitthvad storbrotid mannvirki er, morg-thusund ferdamenn. Siem Reap er thvi bara allvenjulegur ferdamannabaer sem hefur ekki mikid upp a ad bjoda nema hradbanka og tuk-tuk-drivera.

Naest a dagskra er svo ad koma ser til Pnom Penh borgar til ad skoda "The Killing Fields" og safn sem inniheldur vegsummerki stjornar Raudu-Khmeranna sem beittu ognarvaldi til thess ad koma a einhvers konar landbunadarsamfelagi thar sem thekking var ekki lidinn. Milljonum manna var fornad fyrir thessa hugsjon og verdur thad likt og ad koma til Auswitch i Thyskalandi, thvi thetta voru bara utrymingarbudir.

Annars eru bara 2 vikur eftir af minu ferdalagi. A theim tima mun eg reyna ad nyta timann sem best til thess ad kanna svaedi SA-Asiu betur.

P.S. I thessum skrifudu ordum eru Hrafnkell og Gunnar i klippingu (Gunnar i thridja skiptid i ferdinni!). Mikid djofull hlakka eg til ad sja tha. Serstaklega Hrafnkel sem er ad lata snoda sig i fyrsta skipti a aevinni:)

 Godar Stundir


Ko Chang + Beer Chang = Changover

Titill færslunnar er fyndnasti brandari sem einhver hippinn hér á eyjunni Ko Chang hefur náð að klambra saman í sósaðri sólleginni útlegð. Svona til gamans má geta að Chang er einmitt tælenska orðið fyrir fíl.

Við höfum síðan á þriðjudag dvalist á Fílaeyju (Ko er eyja á tælensku). Þegar ég skrifaði síðustu færslu vorum við að leggja af stað í ferðina hingað suður eftir. Ferðin tók 20 tíma í allt og var að mestu farin í rútum.  Um leið og við komum til eyjarinnar tóku moskítóflugurnar mér fagnandi og hafa gætt sér óspart á blóði mínu. Ég hef talið 11 bit hingað til. Ég hef skorið upp herör gegn vargnum og geng helst ekki í öðru en langerma og síðskálma fötum.

Það er hinsvegar mjög óþægilegt til lengdar því það getur orðið mjööög heitt á daginn. Þá er ekki um annað að ræða en að skella sér á ströndina. Svona til að uppfræða lesendur  þá er Ko Chang aðallega skógi vaxið hálendi. Í skóginum er svo að finna alls kyns pestir sem hvítir menn vilja ekki koma nálægt.  Aftur á móti hefur eyjan líka upp á að bjóða sendnar strendur og heitan sjó og er það aðalástæða þess að við erum almennt á staðnum.

Við búum núna í tveimur kofum á hóteli sem nefnist Oasis. Það er staðsett í skógarjaðrinum og er þægilega einangrað frá stöðunum í kring. Á hótelinu er geysistór verönd þar sem maður getur slappað af í blænum frá sjónum, spilað og étið allan daginn. Er þetta einhver afslappaðasti staður á jarðríki. Ekkert fær truflað róna, ekki einu sinni þegar Jónas og Hrafnkell stífluðu klósettið í kofanum sínum. Staðurinn er rekinn af Þjóðverja nokkrum og gullfallegri tælenskri konu hans. Jónas og Hrafnkell sáu strax að hér væri um þeirra eigin dagdraum að ræða: paradís í suðurhöfum með innlendri snót!!! Þeir hafa því lagt mikið á ráðin hvernig þeir eigi að ryðja hinum þýska úr vegi en eftir klósettstífluskandalinn má segja að sjálfstraustið hafi beðið hnekki.

 Þetta eru búnir að vera letilífsdagar. Ströndin okkar heitir Lonely Beach og hér er ekkert annað að gera en að slæpast, hvort sem það er í hengirúmi á veröndinni góðu eða niðri á strönd. Okkur til málsbóta tek ég fram að við lesum bækur af miklum móð. Við leyfum menningunni að njóta sín líka! Á kvöldin hafa menn svo fátt annað fyrir stafni en að sitja yfir nokkrum flöskum af Beer Chang, Fílabjór (aha!) en það er vinsælasti bjórinn hér um slóðir. Mjöðurinn sá er bæði í senn rammsterkur og ódýr. Þar af leiðir Changover en það er ástand sem langflestir hér um slóðir lifa í flesta daga.

Einhvern tíma í næstu viku rífum við okkur upp af rassgatinu og þá verður eflaust frá meiru að segja.

Þangað til, hafið það gott!


Oh, my Buddha!

Gunnar stakk höfðinu inn um tjaldið fyrir kojunni minni, "Vaknaðu! Það eru bara tíu mínútur þangað til við verðum komnir". Ég leit á úrið mitt, svipti svo gluggatjöldunum frá og leit út um lestargluggann. Sá ekkert nema skógi vaxnar hæðir. "Fíflið þitt, við erum ennþá lengst út í sveit. Við komum ekki inn á stöð fyrr en eftir tvo tíma. Farðu aftur að sofa." hreytti ég út úr mér. "Ég get ekki sofið því mér er svo kalt. Loftkælingin er að drepa mig." svaraði hann. Ég keypti mér svefnfrið með því að múta Gunnari með teppi. Tveimur tímum síðar vorum við svo sannarlega komnir til Chiang Mai.

Chiang Mai er stærsta borg N-Tælands. Hún var um aldir höfuðborg Lanna-ríkisins en það stóð hér um slóðir og skipar háan sess í þjóðarvitund Tælendinga enda margt merkilegt að sjá. Til að mynda þá skilst mér að hér séu flest hof á ferkílómetra í öllu landinu.

Á lestarstöðinni vorum við veiddir um borð í rútu sem skutlaði okkur á hótel eitt þar sem okkur var boðin gisting í skítugri holu á sjöttu hæð í afar óvistlegri blokk. Sem betur fer voru okkur samferða Þjóðverjar sem voru á leiðinni á ágætis gistiheimili og gátu því vísað okkur þangað. Á Somwang Guesthouse tókum við ódýrustu herbergin en í þeim var boðið upp á viftu (fínt, maður fær bara kvef af loftkælingu), kalda sturtu (fínt, maður svitnar bara meira eftir heita sturtu) og rúm úr steypu. Enginn okkar hafði nokkurn tíma séð steypurúm annarsstaðar en á gistiheimili lögreglunnar í Reykjavík. Ef einhver á eftir að ranka við sér í þeim vistarverum þá er trikkið að sofa á bakinu. Ef maður sef á hlið þá lokar maður algjörlega á blóðflæðið í útlimina og vaknar einhverntíma um nóttina, dofinn í helmingi líkamans.

 Fyrstu tvo dagana í Chiang Mai vorum við í raun úrvinda eftir dvölina í Bangkok. Það fór lítið fyrir menningarlegum tilgangi ferðarinnar þar sem dagarnir fóru í lítið annað en svefn á daginn og spil á kvöldin. Á þriðja degi var útivistarráð félagsins farið að ókyrrast. Hrafnkell var orðinn mjög pirraður á letinni svo að hópurinn (nema Jónas, sem að hékk á netkaffi í sjö klukkutíma þann daginn) dreif sig út á næstu ferðaskrifstofu og skráði sig í þriggja daga gönguferð.

Okkur var lofað gönguferð um friðsæl svæði með fáum túristum, að við yrðum eini hópurinn á stígnum og að ekki yrðu fleiri en 12 í hópnum. Þegar við mættum á staðinn kom í ljós að það voru litlar búðir sem að seldu kók og bjór með stuttu millibili á stígnum, við fylgdum öðrum hópi hluta leiðarinnar og það voru 13 manns í hópnum. Silence is golden, words are cheap.

 Hópurinn var ágætur en hann var skipaður fulltrúum fjögurra þjóða. Fyrsta ber að nefna okkur sjálfa, fjóra unga skjaldbera Íslands. Þá næst voru Hollendingarnir Nikolas og Katrin (borið fram eins og með hárbolta í kokinu) en þau voru eldra par sem ákvað að njóta þess í Tælandi að ungarnir væru flognir ú hreiðrinu. Það runnu á okkur tvær grímur þegar Frakkarnir komu í bílinn enda fimm manna fjölskylda þar á ferð. Við gerðum ráð fyrir að Philippe og Isabella ásamt tvíburunum og Lucian litla, sem var 5 og 1/2 árs (Jónasi tókst að skilja það sem 9 og 1/2 árs), myndu tefja hópinn og dragast aftur úr. (Þess má geta að Philippe og Isabelle reka veitingastaðinn D´Steinmuehl í Strasbourg. Boðið upp á hefðbundna rétti frá Alsace héraði. Sími (+33) 03 88 81 88 91.) Síðasta ber svo að nefna Ástralana tvo, bókarann Kieran og námumælingamaðurinn Wayne. Þeir tveir voru heimshornaflakkarar (90 lönd í bankanum) á síðustu metrunum aftur heim en þeir voru að ljúka árstúr. Til að koma í veg fyrir að það kæmist upp um okkur þegar við töluðum illa um félaga okkar þá notuðum við ekki fremur alþjóðleg orð eins og Holland eða Ástralía. Hollendinga kölluðum við appelsínugula, Ástrali Suðurálfumenn eða bara Sunnlendinga og Frakkana nefndum við froska. Nema hvað.

Gangan sjálf var frekar ómerkileg. Labb um yfirgefna hrísgrjónaakra, upp og niður hæðir vaxnar þéttum skógi og síðan stoppað í þorpum sem byggðu lífsafkomu sína á að selja túristum drykki og minjagripi. Við fengum samt nóg að éta en við matarborðið sýndum við mikinn metnað í að borða sem mest og klára af öllum diskum. Undir lokin var það orðin skemmtun hinna í hópnum að bera í okkur alla afganga og sjá hversu lengi við entumst. Á kvöldin sat hópurinn við varðeld og spjallaði saman um heima og geima. Jónas tók ástfóstri við Ástralana og kjaftaði á honum hver tuska alla ferðina.

Ferðin náði þó tveimur hápunktum sem gerðu hana ómaksins virði. Á öðrum degi ferðarinnar fengum við far á fílsbaki um klukkustundar leið. Hrafnkell og Jónas gripu að sjálfsögðu tækifærið til að monta sig af ævintýrum sínum í Nepal og hvað þeir hefðu séð þetta allt og meira áður. Við hin gátum hinsvegar dáðst að þessum tignarlegu skepnum enda fæst verið í návígi við fíl áður og nutum röltsins í botn. Langmesta skemmtunin kom þó í lok ferðarinnar en þá fórum við á bambusfleka niður á. Við fórum allir fjórir á einn fleka ásamt leiðsögumanni. Það er skemmst frá því að segja að við vorum langseinastir niður ána og entumst þurrir í 6 sekúndur. í lengra máli þá vorum við allir svo þungir að flekinn maraði hálfur í kafi, við strönduðum á öllum steinum, veltum flekanum aftur og á ný (oftast viljandi), rákum stjórnlaust yfir flúðir og skullum á klettum þannig að menn köstuðust út í iðuna og urðu að berjast við að halda sér á floti. Skipstjórinn okkar hélt ítrekað um höfuð sér og þegar illa stefndi hrópaði hann, "Oh, my Buddha!". Fyrst enginn gat sér um þurrt höfuð strokið og flekinn hélt einungis saman á þrjóskunni  var ljóst að við myndum reyna að draga alla þá sem við sigldum fram á út í ána. Nóg var af flekunum í ánni og þegar við náðum í skottið á fleka renndum við upp að honum og stukkum svo út í með herópi.  Þegar við höfðum vætt alla sem fyrir voru brunuðum við niður ána með sigurópi: renn-denn-denn!!! Allir tóku þátt í gusuganginum því asíubúar er vitlausir í góðan vatnsslag.

Þegar við komum aftur til Chiang Mai fengum við ný herbergi á Somwang, í þetta skiptið með rúmum fyrir löghlýðna borgara. Þá um kvöldið höfðum við mælt okkur mót við Ástralana til að horfa á Liverpool-ManU. Kieran og Jónas horfðu sorgmæddir á sína menn lúta í gras og ákváðu að drekkja úrslitunum. Við hinir tókum þátt í erfidrykkjunni sem átti eftir að berast út um víðan völl. Við brunuðum á tuk-tukum út um allan bæ þar til við rákumst á nokkra Bandaríkjamenn sem að við neyddum til að taka þátt í alls kyns íslenskum hefðum og athöfnum sem við fundum upp á staðnum, að sjálfsögðu. Að lokum hittum við hóp af Dönum inni á frönskum bar og sátum sem fastast á meðan eigandinn, akfeitur Frakki, reyndi að henda okkur út enda löngu komið yfir löglegan opnunartíma.

Daginn eftir voru menn allharkalega timbraðir og Jónas sá þunnasti síðan smjörpappír var fundinn upp. í tilefni af því var haldið inn í hjarta vestrænnar menningar, McDonalds. Til að koma skikki á magann og lyfta lóðum af huganum dugði ekkert minna en 19 ostborgarar, 1 tvöfaldur Big Mac, 6 stór glös af Kóka-kóla, 3 McFlurry og einn lítill franskar. Starfsfólk átti erfitt með að halda andliti. Áralangur draumur okkar hafði loksins ræst.

Að lokum má nefna það að við erum núna að bíða eftir að rútan okkar til Bangkok leggi af stað. Við ætlum okkur ekki að dvelja neitt í Bangkok heldur komast áfram þaðan til eyjarinnar Ko Chang, sem er suðaustan við Bangkok, rétt hjá landamærum Kambódíu. Ef allt gengur vel (við rennum blint í sjóinn, því við erum svo miklar pæjur) þá verðum við komnir þangað annað kvöld.

 Þangað til,

Salut!


Bangkok bugun....

Tja, tha er Bangkok aevintyrid loks a enda. Held vid seum allir ordnir nett threyttir a borginni. Tha taka vid ny og spennandi aevintyri i nordurhluta Taelands, nanar tiltekid Chiang Mai. Hofum tha skemmtilegu hugmynd undir erminni ad kikja i thriggja daga gongu um fjallaherodin i Nordri, annars erum vid ekki enn vissir um hvad vid eigum ad gera tharna. Annars verdur thad vonandi einhver samsuda utiveru og menningarupplifunum.

 En eins og Gunnar nefndi i sinni faerslu ad tha gistum vid a hinu agaeta President Park hoteli (fjogra stjornu) a Th Sukhumvit (Th thydir semsagt vegur). Voktum lengi og drukkum bjor eins oft hefur verid gert her i Bangkok. Borgin er nefnilega illhondlanleg se madur algjorlega edru. Sodoman er mikil semsagt. Gyllibod um "Ping-Pong show" heyrast fra hverjum tuk-tuk bilstjoranum a eftir odrum. Eg hef akvedid ad lata folk sjalft um ad alykta um hvad "Ping-Pong show" er. Vid aetlum hermed ad thykjast ekki vita hvad thad er.

 Annars erum vid nokkurn veginn bunir ad thraeda verslunarmidstodvar Bangkok-borgar. Thad er nefnilega alveg upplifun ut af fyrir sig ad sja thessar eiturhreinu budir. Midstodvar a bord vid MBK, Siam Center og The Emporium standast alveg samanburd vid thaer flottustu a vesturlondum. Tha serstaklega Emporium sem bydur upp a staersta fiskabur austursins auk thess sem merki a bord vid Cartier, Giorgio Armani og Gucci svo eitthvad se nefnt.

En svona til thess ad setja upp nokkrar vangaveltur um hugmyndir folks um thennan stad ad tha koma her nokkrar stadreyndir sem madur hefdi ekki buist vid fyrirfram adur en madur kemur hingad til tengingu vestursins vid austrid.

-Her er naestum thvi hvergi skitugt.

-Gleymdu thvi ad finna astina herna, nema thu sert tilbuinn ad borga fyrir hana(soldid gefid)

-Thad er alveg djofullega heitt herna.

-Sviar eru meira otholandi en Bretar(ju vist).

-Taelenski konungurinn er hylltur tvisvar sinnum a dag og eru myndir af honum ut um ALLT.

-Nudlur eru vondar i 4362432 skiptid (og ju kannski lika hin 4362431 skiptin)

-Samt etum vid ekkert annad.

En ja, faerslan verdur ekki lengra i thetta skiptid. Kannski af thvi ad sidasta vika hefur ekki verid thad vidburdarrik. Madur verdur svo aedi latur herna i 36 stigunum. Sem er svona.........adeins og heitt. Hlokkum bara til ad komast nordur i eitthvad action.

Auglysi svo eftir foreldrunum minum, eg er farinn ad halda ad jordin hafi gleypt thau. Hef ekki fengid post i heila viku. Koma svo!


Gangan um Annapurna

Vikuganga um Annapurna-herad Himalayafjalla er nu lokid og ma segja ad hun hafi verid i einu ordi sagt mognud. Gangan sem atti ad hefjast thann 3. februar hofst tho ekki fyrr en thann 4. daginn eftir thar sem okkur skorti leyfi til thess. Nu thar sem vid thurftum ad snua vid a gongu checkpostinum urdum vid ad fara aftur upp a hotel og hressa okkur adeins vid svo eg vitni nu adeins i raedustil Sigfusar vinar okkar. Thann dag gerdist sa merkilegi atburdur ad vid hittum a tvo Islendinga i Pokhara. Vid fognudum thvi eins og sannir Islendingar gera og duttum allhressilega i thad um kvoldid sem gerdi fyrsta dag gongu okkar nokkud erfidari en fyrirfram aaetlad var. Vid logdum thvi af stad sunnudaginn 4. feb. klukkan 12:30 fra Nayapul.

 Klukkutima seinna komumst vid ad thvi ad vid hofdum tekid vitlausa beygju og vorum vid tha a leidinni til svaedis sem kallast Annapurna Sanctuary. Topudum thvi tveimur timum thar og thurftum thvi naestum ad hlaupa ad fyrsta afangastad, Tirkhedunga. Blautir og kaldir gistum vid fyrstu nottina okkar einir a mjog svo einfoldu gistiheimili upp i fjollum. Daginn eftir voknudum vid eftir 14 tima "thynnkublandinn" svefn og tokumst a vid 1400 metra leid uppavid til stads sem kallast Ghore Pani (thyding = hestavatn). Sa dagur var helviti erfidur thar sem vid thurftum fyrst i stad ad klifa 3500 troppur til stads sem kallast Ulleri og svo eftir thad voru 800 metrar uppimoti til Ghore Pani. Thegar til Ghore Pani var komid voru menn mjog threyttir og kaldir. En mest for tho i taugarnar a okkur skyjaslykjan sem blokkeradi alla fjallasyn.

Herna var "erfidasta" hluta gongunnar lokid og daginn eftir var haldid til stads sem kallast Tato Pani (thyding = heitt vatn). Til ad komast thangad thurftum vid ad ganga i 4-5 tima nidur i moti einhverja 1700 metra. Gangan tok tha meira a vodvana en adur og var thvi kaerkomid ad i Tato Pani eins og nafnid gefur til kynna er heitur pottur. Thar voru engar gellur heldur bara Nepalar a naembunum og einn sveittur Thodverji.

Thegar vid svo voknudum i Tato Pani akvadum vid ad taka stefnuna a litid fjallathorp sem kallast Ghasa. Nu dro heldur betur til tidinda thvi hraustu fjallagarparnir fra Islandi gengu 7 tima leid (thad tekur i alvorunni ad medaltali 7 tima bara ad ganga thessa leid, an stopps) til Kalo Pani (thyding = svart vatn). Sidustu tvo timana vorum vid rigndir nidur auk thess sem threytan var ordin rosaleg ut af hardsperrum sem myndudust eftir fyrstu thrja daga gongunnar. Thar gistum vid enn og aftur med sveitta Thodverjanum fra Tato Pani. Kalo Pani sem var i um 2500 metra haed reyndist vera mjog kaldur stadur auk thess sem fotin okkar voru rennblaut eftir 2 sidustu klukkutima gongu thess dags. Tha um kvoldid hofdum vid akvedid ad taka thvi rolega daginn eftir en........

Vid gongum bara a einum hrada. Sa hradi kallast leifturhradi og hofum vid a honum tekid fram ur hraustustu sjerpum til illa til hafdra hollenskra stulkna. Thvi var thad thennan dag sem vid tokum aftur eina og halfa dagleid eins og vid hofdum gert daginn adur en nu var himininn ekki plagadur af thokubokkum og skyjum, heldur saum vid natturuna i ollu sinu veldi i fyrsta skipti gongunnar. A thessari leid fra Kalo Pani til Marpha gengum vid um hinn magnada Kali-Ghandaki dal, dypsta dal i heimi.

Thegar svo til Marpha var komid hittum thrja mognudustu karaktera ferdarinnar hingad til. Their voru allir yfir fimmtugt og voru haskolaprofessorar fra Bandarikjunum sem kenndu i S-Koreu. Um kvoldid akvadum vid ad sla til og detta i thad med theim i 2700 metra haed. Thad serstaka vid thessa thrja menn var ad their hofdu allir mjog serstakt utlit. Charlie fra New York svipadi mjog til teiknimyndahetjunnar Hellboy, Jerry fra Texas var tviburabrodir Willie Nelson en sa thridji i hopnum var tveggja metra har Thodverji sem hafdi harid beint upp i loftid. N.B. their hata allir Bush, auk thess sem their drukku bjor og aprikosulikjor eins og theim vaeri borgad fyrir thad. Einhvern tima thess a milli reyktu their gras. Thad voru thvi skrautlegir professar sem spjolludu vid okkur um heimsmal, ferdalog og allt og ekkert.

Naestu thveir dagar upp i fjollum foru svo bara i ad jafna sig eftir gongu og "hressileika" sidustu daga. Svo i gaer (10. feb.) flugum vid heim. Thad flug er eitt thad magnadasta sem vid hofum a aevinni upplifad thvi vid flugum adeins i u.th.b. 200-400 metra haed yfir landi uk thess sem vid saum naestum i naermynd fjallalinu Annapurna sem getur ekki talist annad en otrulega mognud sjon. Myndir koma tho ekki fyrr en vid hofum um 7-8 klukkutima fria til thess ad hlada theim inn a fornaldartolvur Nepala, eda thegar til Taelands er komid.

A morgun holdum vid til Chitwan thjodgards thar sem vid aetlum ad reyna ad spotta tigrisdyr og einhyrnda nashyrninga m.a.

Annars bidjum vid bara vel ad heilsa fjolskyldum og vinum og vonum ad vedrid fari eitthvad ad skana tharna i 66 gradunum. Gangi ykkur svo sem allra best i profinu Asgeir og Gunnar. Verdlaunin ad profum loknum verda god, tveir vinir orakadir eftir 6 vikna ferdalag aetla nefnilega ad taka vel a moti ykkur thegar til Bangkok er komid.


North Fake

Tha erum vid komnir til Pokhara i Nepal, nokkud heilir thratt fyrir 24 tima ferdalag. Eins og Hrafnkell hafdi bent a var astandid ekki beisid adur en haldid var til Gorakhpur. Frettir um upplausn og "curfew" voru ekki hughreystandi auk thess sem lestarmidinn okkar gaf ekki godar upplysingar. Eins og vid skildum hann atti Hrafnkell ad sofa med holdsveikum, heilogum kum og ribboldum. Ur thvi vard nu ekki en skemmtilegt var ad gera ser i hugarlund hvernig thad vaeri ad taka 6 tima lest (sem kom btw 2 klst of seint okkur og tha serstaklega Hrafnkatli til mikillar gremju) i threngslum og allir starandi beint a thig.

 Daginn eftir voknudum vid eftir litinn naetursvefn i 3ja flokks svefnvagninum sem varla hafdi naegt plass fyrir Asgeir einu sinni til ad grufa sig i. Vorum tha komnir til Gorakhpur fyrrnefnan oeflisbae. Thar hittum vid thjodverja sem var ad skita i buxurnar yfir thvi ad komast i burtu ur thvi skitabaeli sem thessi Gorakhpur baer svo sannarlega er. Hafdi hann tha reynt daginn adur ad muta bilstjora eftir bilstjora med gyllibodum um 50 evrur fyrir 2ja tima skutl til landamaerabaesins Sunauli. En jaeja daginn eftir thegar aumingja Thjodverjinn hafdi thurft ad gista a einhverju skitahotelinu sa hann bjargvaettina. Jonas og Hrafnkell (tatatatatata). Med honum tokst okkur ad finna bilstjora sem gaeti skutlad okkur (og 6 odrum) til landamaera Nepals og Indlands fyrir ca 500 kall islenskar a mann. Su leid vard nu ansi vidburdarik. I fyrsta lagi hafdi logreglan a stadnum lokad fyrir leidum ad baenum svo vid thurftum ad fara "bakdyramegin" ut, i annan stad tha hafdi bilstjorinn ekki hugmynd um hvernig aetti ad fara ut ur baenum a thann hatt og vard ur thvi ca klukkustundar keyrsla um rural herod Indlands med tilheyrandi fataekt og vonleysi og i thridja lagi tha var Hrafnkell varla buinn ad sofa minutu i lestinni um nottina (vaknadi vid thad ad skalla yfirfarthegann hlidin a ser i yfirfullum bilnum) og eg fekk nett flashback fra Hroaskeldu sidasta ars thegar eg thurfti ostjornlega mikid ad pissa.

Ja, throngt mega sattir sitja en ad lokum  bjargadist thetta nu allt. Ferdin var ekki svo ykja slaem ad landamaerunum auk thess sem allt vesenid sem vid bjuggumst vid (loggur, oeirdir eda bara hvad sem er), var ur sogunni. Thegar til Nepal var komid byrjudum vid a thvi ad fa okkur ad eta a stad medfram vegi sem la upp eftir landi. Thar vorum vid boggadir af eins kona metro Nepal-gaeja sem hafdi ostjornelga thorf fyrir ad selja okkur rutumida til Pokhara. Eftir ad hafa sagt nei 362478236 sinnum orkudum vid ad stad i leit ad leigubil sem gaeti skutlad okkur til Pokhara thvi vid hofdum fyrirfram bokad herbergi thar. Thad heppnadist en tho med ymsum vandkvaedum. I fyrsta lagi thurfti Hrafnkell ad sitja i kjoltu ofurfeits Indverja nokkra kilometra (thad var ofbodslega saett), i annan stad voru svona 6 Nepalar/Indverjar ad oskra a bilstjorann um eitthvad sem vid eigum aldrei i lifinu eftir ad skilja og i thridja lagi tha er thetta i sidasta skipti sem eg vitna I Jon Baldvin i faerslustil minum.

Framundan er svo ad gera okkur tilbuna fyrir gongu um slodir Annapurna fjallaherads. Munum orugglega koma til med ad thurfa ad kaupa okkur betri utbunad i einni of North "Fake" verslunum her. Thad er nefnilega enn vetur her i Nepal og thvi eru ekki margir turistar a vappinu. Vorum i thessu ad auglysa eftir folki til thess ad ganga med okkur, erum tho ekkert serstaklega vongodir um ad fa tvitugar saenskar blondinur en thess i stad erum vid ollu meira bunir vid svari fra einhverju sem likist Simon Sumner.

Annars er allt gott af okkur ad fretta, vid erum ekkert veikir thessa stundina, Hrafnkell soldid bitinn eftir flaer Indlands en thad er svosem ekkert alvarlegt. Erum ad reyna ad henda inn myndum en thad gengur vist eitthvad brosulega. Engir Indverjar lengur til ad selja manni eitthvad drasl, engir leidindasvindlarar, engir betlarar, adeins falleg nattura og hrikaleg fjoll framundan. Ekki amalegt.

Gaman ad sja lika hversu bitrir heimalidid er yfir stadhattum sinum. Greinilegt ad lestur er ekki thad nettasta sem thad getur hugsad ser. Gangi ykkur samt sem allra best og vid sjaumst svo hressir og katir a flugvellinum i Bangkok. Hvada flugfelag er thad annars sem thid fljugid med? Vid fljugum nefnilega greinilega a 1st class thvi vid vorum ad atta okkur a thvi ad vid hofdum borgad 27 thusund kall fyrir taeplega 3ja tima flug. Eins gott ad madur fai THJONUSTU.

Takk og bless


Næsta síða »

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband