Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Dregur til tíðinda

Í byrjun samanstóð ferðafélagið fall af tveimur liðum, heimaliði og útiliði. Útiliðið kynnti sér Indland og Nepal á meðan heimaliðið kynnti sér líffærafræði höfuðsins. Svo gerðist það 22. febrúar að liðin voru sameinuð undir fánum Ferðafélagsins falls. Nánar um liðin má lesa hér til hliðar á síðunni.

Í gærkvöldi var svo kallað saman fyrsta ættbálkaráðið (e. tribal council) og þar voru, og haldið ykkur nú fast, ekki einn heldur tveir meðlimir ferðafélagsins kosnir heim. Eftir mikið baktjaldamakk, brotin loforð, dramatík, tárvota hvarma og fúkyrðaflaum var niðurstaðan sú að Ásgeir og Jónas eru á heimleið. Hafa verið keyptir tveir flugmiðar undir þá og leggja þeir af stað á mánudagskvöldið. Þar sem við Gunnar sluppum í þetta skiptið fáum við að halda áfram leiknum, og næsti áfangi verður 1700 km rútuferð frá Saigon til Hanoi. Leiðin verður þó ekki farin í einum rikk heldur með 4-5 næturstoppum og friðhelgiskeppnum.

Þó að maður er auðvitað sáttur við að fá að halda leiknum áfram verður sárt að sjá á eftir herramönnunum tveimur sem eru á heimleið. Svo er ekki laust við að maður fái heimþrá þegar allar setningar byrja á: "Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim...". Já, Ásgeir og Jónas eru alveg öfundsverðir að einhverju leiti.

Núna höfum við Jónas ferðast saman í hátt í þrjá mánuði, flugum út til London þann 8. janúar mjög snemma um morgun. Í þeirri flugvél sátu tveir grænir borgarstrákar sem vissu ekki alveg við hverju átti að búast. Þegar við svo lentum í Mumbai fjöldamörgum klukkutímum seinna, loftið eins og veggur sökum mengunnar og hita, við í flíspeysunum okkar þreyttir eftir ferðalagið út, klukkan nýdottin í miðnætti, ekki vissir hvort við ættum bókað hótelherbergi fyrir nóttina og nokkuð hundruð Indverjar góndu á okkur fyrir utan allir tilbúnir að "hjálpa okkur", var það fyrsta sem Jónas sagði: "Hrafnkell, út í hvað erum við búnir að koma okkur út í?" og ég svaraði með klisjunni: "ævintýri lífs okkar". Bara nokkuð sáttur við það svar núna.

Nokkrar punktar úr hinu þriggja mánaða ferðalagi:
- stukkum af 160 m hárri brú
- lifðum það af
- höfum farið í fjórar flugferðir, fjórar lestarferðir og yfir tíu rútuferðir.
- þessar rútuferðir hafa tekið samtals yfir 60 klukkutíma.
- fótaplass í asískum rútum er venjulega ekki upp á marga fiska.
- farið til 5 landa.
- rifist einu sinni.
- þrisvar fengið svæsinn ferðalanganiðurgang.
- ekki borðað eina einustu Imodium töflu (svokallaðir stopparar), en Jónas kom með hundrað töflur út.
- brutt 3 Cyprofloxacin töflur á mann (sýklalyf) vegna niðurgangsins.
- gist í um 14 daga í herbergi með loftkælingu.
- rakað okkur einu sinni

Takk fyrir ævintýrið.

Af öfgum mannskepnunnar

"Angkor Wat, in its beauty and state of preservation, is unrivaled. Its mightiness and magnificence bespeak a pomp and luxury surpassing that of Pharaoh or a Shah Jahan, an impressiveness greater than that of the Pyramids, an artistic distinctiveness as fine as that of the Taj Mahal."

"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."

Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið “over the top” enda tekin af www.tourismcambodia.com)
á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn “Killing Fields”, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.

Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.

Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.

Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.


Kambódísk klipping

Í Kambódíu er margt skrítið og skemmtilegt. Hérna eru 95% bíla Toyota, 95% af þeim Toyotum eru Toyota Camry og 90% af þessum Toyota Camry eru grænar. Í strandhéruðum Tælands voru allir bílar Toyota Hilux. Þessi færsla er þó ekki um bílamenningu í asíu. Þessi færsla er um hárgreiðslustofuna sem er í sama húsi og þetta netkaffi.

Við mættum um kvöld á stofuna og það var bara ein klippikona að vinna þannig að aðeins einn gat fengið klippingu í einu. Ég fór fyrstur í stólinn og gaf einföld fyrirmæli: "Make it shorter, no razor (bendi á hversu stutt það ætti að vera). Make it cool." Næsta sem ég veit er hún komin með rakvélina á loft og ein rönd farin af hnakkanum mínum. Gunnar Jóhannsson er því kominn með fyrstu snoðklippingu lífs síns. Hún er nokkuð gróf og ekkert allt of slæm að eigin mati.

no nonsense

No nonsense gaur!

Hrafnkell skemmti sér vel á meðan á klippingu minni stóð og var nokkuð brattur þegar hann ætlaði að panta sína. Fyrirmæli hans voru engu flóknari: "Not like him, take it all off." Hún tók upp rakvélina og var líkleg til að raka allt af en snyrti hann svo aðeins um eyrun. Síðan kom rakvélin ekkert meira við sögu. Hún snyrti hann bara nokkuð vel og skildi eftir flottan topp handa pæjunni. Furðulegasta snoðklipping sem ég hef séð.

paejan

Pæjan!

Erum allir orðnir All Templed Out af þriggja daga hofa maraþoni. Fórum á jarðsprengju safn í dag sem minnir mann á hörmungarnar sem eiga sér stað í þessum heimi.  Það er ennþá verið að planta svona sprengjum í heiminum og það sorglega er að 90% af fórnarlömbunum er saklaust fólk sem stígur á þetta mörgum árum eftir átök.

Á morgun höldum við til Phnom Penh sem er höfuðborgin og skoðum nokkur söfn þar.

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Blod, sviti og Angkor Wat

Eftir mikid bagsl og busl i Taelandi hofum vid paejurnar i Ferdafelaginu komist heilu og holdnu til Angkor-borgar, nanar tiltekid Siem Reap. Ja, ef thad er til ad verda threyttur a letilifinu ad tha hofum vid vaentanlega nad theim afanga. Eftir 10 daga i sol og almennri omenningu hofum vid komid til Mekka hof-skodunarmannsinns, Angkor borgar.

 Nu, eitt af thvi fyrsta sem madur tekur eftir vid komuna til Kambodiu er thad hversu olikir their eru gronnum sinum i vestri, Taelendingum. Folk er almennt grennra og dekkra. Enskan er auk thess a haerra plani, haegt er ad spyrja folk leidbeininga um hvert a ad fara og born sem selja postkort vid hofin hafa odlast vald a ensku sem ekki er haegt ad bera saman vid medal-taelending. Og talandi um born ad tha skil eg vel Angelinu thegar hun tok tha akvordun ad aettleida eitt theirra, thau eru otrulega mikil rassgot.

En fyrir utan almennar menningar-upplifanir ad tha hofum vid nu lent i alls kyns aevintyrum her i Siem Reap. Thad markverdasta tho thegar hnefastor tarantula skreid eftir veggjum hotelherbergis Asgeirs og Hrafnkels sem nu deila saman herbergi. Their tveir frikudu natturlega ut og akvadu thess vegna ad na i konguloarbanann Gunnar Johannsson (Gunnar Johannsson er super-utgafan af Gunna). Thad vildi tho svo illa til ad thegar ad bjargvaetturinn kom ad tha hafdi konguloin haft sig a brott og sagt skilid vid leidindapukana sem svo innilega vildu hana burt, svei mer tha!

Annar faktor thegar kemur ad menningu her er sa ad thegar hin margvislegu hof Angkor borgar eru skodud, kemur i ljos ad upplifunin tekur ekki bara a augad. Heldur eru onnur skilningarvit nytt svosem eins og eyrun og lyktarskynid. Hofid er ju byggt i midjum frumskogi og ser madur thvi alls kyns skordyr og verur a vappinu nalaegt hofunum sem eru hvert odru magnadra.

Talandi um Angelinu ad tha heimsottum vid hofid Ta Phrom i dag, thar sem myndin Tomb Raider var tekin upp. Thar hafa visindamenn lagt bann a frekari hreinsanir grodurs sem umlykur hofin og litur thad thvi ut eins og exotiskt hof ur Indiana Jones mynd, good-stuff thad.

Tho er thad alltaf sma anti-climax ad koma ad thjodgardinum thvi hugmyndin sem madur hefur upprunalega er su, ad madur geti sett sig i spor einhvers leidara grafarleidangur i austrinu sem svo kemst ad leyndarmalum frumbyggjanna. Thess i stad eru her, eins og reyndar alls stadar i heiminum sem eitthvad storbrotid mannvirki er, morg-thusund ferdamenn. Siem Reap er thvi bara allvenjulegur ferdamannabaer sem hefur ekki mikid upp a ad bjoda nema hradbanka og tuk-tuk-drivera.

Naest a dagskra er svo ad koma ser til Pnom Penh borgar til ad skoda "The Killing Fields" og safn sem inniheldur vegsummerki stjornar Raudu-Khmeranna sem beittu ognarvaldi til thess ad koma a einhvers konar landbunadarsamfelagi thar sem thekking var ekki lidinn. Milljonum manna var fornad fyrir thessa hugsjon og verdur thad likt og ad koma til Auswitch i Thyskalandi, thvi thetta voru bara utrymingarbudir.

Annars eru bara 2 vikur eftir af minu ferdalagi. A theim tima mun eg reyna ad nyta timann sem best til thess ad kanna svaedi SA-Asiu betur.

P.S. I thessum skrifudu ordum eru Hrafnkell og Gunnar i klippingu (Gunnar i thridja skiptid i ferdinni!). Mikid djofull hlakka eg til ad sja tha. Serstaklega Hrafnkel sem er ad lata snoda sig i fyrsta skipti a aevinni:)

 Godar Stundir


Dagar aðgerða

Eftir að hafa safnað kröftum seinustu daga var komið að dögum aðgerða. Eins og Hrafnkell nefndi þá byrjuðum við á því að fá tvo kajaka á leigu og sigla á haf út. Við sigldum með aðeins einu stoppi í þrjá tíma sem ætti að vera nóg til þess að keyra okkur alveg út. Til þess að toppa það þá myndaðist smá keppni milli kajakanna á lokasprettinum. Bæði liðin gerðu kröfu til sigurs þannig að ekki verður farið nánar út í það hér.  

Þegar við vöknuðum daginn eftir og komumst að því að þrátt fyrir allt værum við ekki með harðsperrur var stefnt á frekari virkni. Við fórum í langa leit að sjálfskiptum vespum fyrir okkur alla því að við treystum okkur ekki fyrir meiri tryllitækjum Á endanum fundum við nokkrar sem voru í góðu standi og fórum á flakk um eyjuna.. Hrafnkeli var greinilega ekki treyst fyrir allt of miklum krafti og fékk hann hægustu vespuna. Til að bæta upp fyrir lélegan mótor hafði hún spiderman skreytingar. Skreytingarnar kvöttu Kela til dáða og var hann ávallt fremstur. 

Eyjan er frekar lítil og náðum við því að skoða næstum helminginn af henni á nokkrum tímum. Mest sáum vid bara frá hringveginum en við stoppuðum á nokkrum ströndum og létum sólina baka okkur með mismunadi útsýni. Það besta við hjólin var þó að við þurftum ekki að labba upp brekkuna að kofunum okkar, brekkuna sem í daglegu tali er nefnd dauðabrekkan. 

Þar sem að ferðalag á vespu tekur ekki mikið á líkamlega ákváðum við að skrá okkur í bátsferð daginn eftir. Bátsferðin var vel heppnuð og fengum við eins mikið að borða og drekka og við gátum í okkur látið (sem er alveg góður slatti hjá fjórum strákum um 90kg). Það voru hátt í 40 manns í ferðinni og því nóg að gerast. Við fórum að snorkla á tveimur mismunandi stöðum og sáum flotta fiska og allskonar lífverur á kórölunum. Höfðum heyrt fyrir ferðina að þetta væru ekki flottustu kóralla svæðin en fyrir okkur byrjendurnar var þetta mög skemmtilegt. 

Hérna á eyjunni höfum við eignast marga góða vini. Flestir þeirra eru vestrænir krakkar á okkar aldri en við höfum einnig rekist á nokkra heima"menn". Þetta eru froskurinn sem býr á klósettinu okkar Ásgeirs, kakkalakkinn í rúminu hjá Jónasi og Kela og kötturinn sem að reynir að stinga sér inn um hurðina í hvert skipti sem hún er opnuð. Góðu fréttirnar eru að okkur tókst að losna við froskinn en fáum stundum síðar heyri ég frá Kela að hann sé kominn ofan í klósetið þeirra. Klósettið hjá K&J því óstarfhæft einusinni enn þó af öðrum orsökum en venjulega. Síðan eru flugur, maurar og allar aðrar pöddur alltaf til í að heiðra okkur með nærveru sinni í svefni og vöknum við oftast með 5-40 ný bit á hverjum morgni. Þetta er samt bara hressandi og hvetur okkur til að sofa minna. 

Við komumst aftur í gamla farið í dag og lágum í sólinni og lásum bækur sem er hollt og gott fyrir líkama og sál. Höldum því áfram í tvo daga og efir það förum við til Kambódíu. 

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Life is a beach

Ekki margt ad gerast hja okkur fjrmenningunum thessa dagana. Staddir a Filaeyju enn og verdum her liklegast nokkra daga i vidbot. Forum ad mjaka okkur naer Kambodiu i midri viku. Thad eina frettnaema sem gerst hefur fra sidustu faerslunni hans Asgeirs er hrydjuverkastarfsemi okkar a hotelinu heldur afram og liggur nu annad klosett i valnum, rigstiflad sem fyrr. Erum ad verda alveg rosalega vinsaelir hja hotelstarfsfolkinu...

Annars gerum vid vist litid annad en ad flatmaga i solinni, lesa i hengirumum og styrkja efnahag landsins med thvi ad drekka innlendan filabjor. Dagurinn er semsagt rosalega larettur hja okkur og er ekkert nema gott um thad ad segja. Hofum samt synt af okkur smavegis metnad til heilbrigds lifernis inn a milli en flestir theirra tilraunir hafa mistekist herfilega.

Fyrsta daginn sem vid forum a strondina var okkur Gunnari farid ad leidast ad stikna eins og svin a teini (mikid ofbodslega getur ordid heitt herna) svo vid drifum okkur uti heitan sjoinn. Endudum a ad synda ut i bauju nokkud uti fyrir strondinni og komum loks i land dauduppgefnir med eldraud bok.

A fostudaginn greip menn thad stundarbrjalaedi hvort ekki vaeri god hugmynd ad byrja naesta dag a smavegis skokki. Thad teygdist hinsvegar ur brjalaedinu svo naesta "morgunn" voknum vid Jonas vid Gunnar nokkurn Johannsson a pallinum hja okkur kominn i hlaupagallann. Menn voru ekkert serstaklega spraekir eftir sigra gaerkvoldsins en letum engu ad sidur til leidast. Thess ma til gamans geta ad morgunn hja okkur er klukkan 11:30. Thrir ungir islenskir islenskir piltar loggdu thvi af stad i leidangur i heitustu hadegissolinni, i formi sem ma audveldlega setja spurningarmerki fyrir framan. Hlauparunturinn okkar endadi med grati hja tveimur og uppkostum hja theim thridja. Aldrei aftur!

I dag leigdum vid okkur svo tvo kajaka og attum mjog anaegulega thriggja tima siglingu. Gerdumst landnamsmenn a litlum eyjum uti fyrir okkar. Jonas syndi mikla tilburdi i modelstorfum og fiskaveidum en eins og hann segir: "strakar, eg elska fiska!". A morgun er svo planid ad leigja vespur og kanna eyjuna almennilega og daginn eftir thad forum vid i snorkling.

Jaeja Gunni, naesta faersla er thin.

Farinn ad horfa a Milan - inter, blessbless.


Ko Chang + Beer Chang = Changover

Titill færslunnar er fyndnasti brandari sem einhver hippinn hér á eyjunni Ko Chang hefur náð að klambra saman í sósaðri sólleginni útlegð. Svona til gamans má geta að Chang er einmitt tælenska orðið fyrir fíl.

Við höfum síðan á þriðjudag dvalist á Fílaeyju (Ko er eyja á tælensku). Þegar ég skrifaði síðustu færslu vorum við að leggja af stað í ferðina hingað suður eftir. Ferðin tók 20 tíma í allt og var að mestu farin í rútum.  Um leið og við komum til eyjarinnar tóku moskítóflugurnar mér fagnandi og hafa gætt sér óspart á blóði mínu. Ég hef talið 11 bit hingað til. Ég hef skorið upp herör gegn vargnum og geng helst ekki í öðru en langerma og síðskálma fötum.

Það er hinsvegar mjög óþægilegt til lengdar því það getur orðið mjööög heitt á daginn. Þá er ekki um annað að ræða en að skella sér á ströndina. Svona til að uppfræða lesendur  þá er Ko Chang aðallega skógi vaxið hálendi. Í skóginum er svo að finna alls kyns pestir sem hvítir menn vilja ekki koma nálægt.  Aftur á móti hefur eyjan líka upp á að bjóða sendnar strendur og heitan sjó og er það aðalástæða þess að við erum almennt á staðnum.

Við búum núna í tveimur kofum á hóteli sem nefnist Oasis. Það er staðsett í skógarjaðrinum og er þægilega einangrað frá stöðunum í kring. Á hótelinu er geysistór verönd þar sem maður getur slappað af í blænum frá sjónum, spilað og étið allan daginn. Er þetta einhver afslappaðasti staður á jarðríki. Ekkert fær truflað róna, ekki einu sinni þegar Jónas og Hrafnkell stífluðu klósettið í kofanum sínum. Staðurinn er rekinn af Þjóðverja nokkrum og gullfallegri tælenskri konu hans. Jónas og Hrafnkell sáu strax að hér væri um þeirra eigin dagdraum að ræða: paradís í suðurhöfum með innlendri snót!!! Þeir hafa því lagt mikið á ráðin hvernig þeir eigi að ryðja hinum þýska úr vegi en eftir klósettstífluskandalinn má segja að sjálfstraustið hafi beðið hnekki.

 Þetta eru búnir að vera letilífsdagar. Ströndin okkar heitir Lonely Beach og hér er ekkert annað að gera en að slæpast, hvort sem það er í hengirúmi á veröndinni góðu eða niðri á strönd. Okkur til málsbóta tek ég fram að við lesum bækur af miklum móð. Við leyfum menningunni að njóta sín líka! Á kvöldin hafa menn svo fátt annað fyrir stafni en að sitja yfir nokkrum flöskum af Beer Chang, Fílabjór (aha!) en það er vinsælasti bjórinn hér um slóðir. Mjöðurinn sá er bæði í senn rammsterkur og ódýr. Þar af leiðir Changover en það er ástand sem langflestir hér um slóðir lifa í flesta daga.

Einhvern tíma í næstu viku rífum við okkur upp af rassgatinu og þá verður eflaust frá meiru að segja.

Þangað til, hafið það gott!


Oh, my Buddha!

Gunnar stakk höfðinu inn um tjaldið fyrir kojunni minni, "Vaknaðu! Það eru bara tíu mínútur þangað til við verðum komnir". Ég leit á úrið mitt, svipti svo gluggatjöldunum frá og leit út um lestargluggann. Sá ekkert nema skógi vaxnar hæðir. "Fíflið þitt, við erum ennþá lengst út í sveit. Við komum ekki inn á stöð fyrr en eftir tvo tíma. Farðu aftur að sofa." hreytti ég út úr mér. "Ég get ekki sofið því mér er svo kalt. Loftkælingin er að drepa mig." svaraði hann. Ég keypti mér svefnfrið með því að múta Gunnari með teppi. Tveimur tímum síðar vorum við svo sannarlega komnir til Chiang Mai.

Chiang Mai er stærsta borg N-Tælands. Hún var um aldir höfuðborg Lanna-ríkisins en það stóð hér um slóðir og skipar háan sess í þjóðarvitund Tælendinga enda margt merkilegt að sjá. Til að mynda þá skilst mér að hér séu flest hof á ferkílómetra í öllu landinu.

Á lestarstöðinni vorum við veiddir um borð í rútu sem skutlaði okkur á hótel eitt þar sem okkur var boðin gisting í skítugri holu á sjöttu hæð í afar óvistlegri blokk. Sem betur fer voru okkur samferða Þjóðverjar sem voru á leiðinni á ágætis gistiheimili og gátu því vísað okkur þangað. Á Somwang Guesthouse tókum við ódýrustu herbergin en í þeim var boðið upp á viftu (fínt, maður fær bara kvef af loftkælingu), kalda sturtu (fínt, maður svitnar bara meira eftir heita sturtu) og rúm úr steypu. Enginn okkar hafði nokkurn tíma séð steypurúm annarsstaðar en á gistiheimili lögreglunnar í Reykjavík. Ef einhver á eftir að ranka við sér í þeim vistarverum þá er trikkið að sofa á bakinu. Ef maður sef á hlið þá lokar maður algjörlega á blóðflæðið í útlimina og vaknar einhverntíma um nóttina, dofinn í helmingi líkamans.

 Fyrstu tvo dagana í Chiang Mai vorum við í raun úrvinda eftir dvölina í Bangkok. Það fór lítið fyrir menningarlegum tilgangi ferðarinnar þar sem dagarnir fóru í lítið annað en svefn á daginn og spil á kvöldin. Á þriðja degi var útivistarráð félagsins farið að ókyrrast. Hrafnkell var orðinn mjög pirraður á letinni svo að hópurinn (nema Jónas, sem að hékk á netkaffi í sjö klukkutíma þann daginn) dreif sig út á næstu ferðaskrifstofu og skráði sig í þriggja daga gönguferð.

Okkur var lofað gönguferð um friðsæl svæði með fáum túristum, að við yrðum eini hópurinn á stígnum og að ekki yrðu fleiri en 12 í hópnum. Þegar við mættum á staðinn kom í ljós að það voru litlar búðir sem að seldu kók og bjór með stuttu millibili á stígnum, við fylgdum öðrum hópi hluta leiðarinnar og það voru 13 manns í hópnum. Silence is golden, words are cheap.

 Hópurinn var ágætur en hann var skipaður fulltrúum fjögurra þjóða. Fyrsta ber að nefna okkur sjálfa, fjóra unga skjaldbera Íslands. Þá næst voru Hollendingarnir Nikolas og Katrin (borið fram eins og með hárbolta í kokinu) en þau voru eldra par sem ákvað að njóta þess í Tælandi að ungarnir væru flognir ú hreiðrinu. Það runnu á okkur tvær grímur þegar Frakkarnir komu í bílinn enda fimm manna fjölskylda þar á ferð. Við gerðum ráð fyrir að Philippe og Isabella ásamt tvíburunum og Lucian litla, sem var 5 og 1/2 árs (Jónasi tókst að skilja það sem 9 og 1/2 árs), myndu tefja hópinn og dragast aftur úr. (Þess má geta að Philippe og Isabelle reka veitingastaðinn D´Steinmuehl í Strasbourg. Boðið upp á hefðbundna rétti frá Alsace héraði. Sími (+33) 03 88 81 88 91.) Síðasta ber svo að nefna Ástralana tvo, bókarann Kieran og námumælingamaðurinn Wayne. Þeir tveir voru heimshornaflakkarar (90 lönd í bankanum) á síðustu metrunum aftur heim en þeir voru að ljúka árstúr. Til að koma í veg fyrir að það kæmist upp um okkur þegar við töluðum illa um félaga okkar þá notuðum við ekki fremur alþjóðleg orð eins og Holland eða Ástralía. Hollendinga kölluðum við appelsínugula, Ástrali Suðurálfumenn eða bara Sunnlendinga og Frakkana nefndum við froska. Nema hvað.

Gangan sjálf var frekar ómerkileg. Labb um yfirgefna hrísgrjónaakra, upp og niður hæðir vaxnar þéttum skógi og síðan stoppað í þorpum sem byggðu lífsafkomu sína á að selja túristum drykki og minjagripi. Við fengum samt nóg að éta en við matarborðið sýndum við mikinn metnað í að borða sem mest og klára af öllum diskum. Undir lokin var það orðin skemmtun hinna í hópnum að bera í okkur alla afganga og sjá hversu lengi við entumst. Á kvöldin sat hópurinn við varðeld og spjallaði saman um heima og geima. Jónas tók ástfóstri við Ástralana og kjaftaði á honum hver tuska alla ferðina.

Ferðin náði þó tveimur hápunktum sem gerðu hana ómaksins virði. Á öðrum degi ferðarinnar fengum við far á fílsbaki um klukkustundar leið. Hrafnkell og Jónas gripu að sjálfsögðu tækifærið til að monta sig af ævintýrum sínum í Nepal og hvað þeir hefðu séð þetta allt og meira áður. Við hin gátum hinsvegar dáðst að þessum tignarlegu skepnum enda fæst verið í návígi við fíl áður og nutum röltsins í botn. Langmesta skemmtunin kom þó í lok ferðarinnar en þá fórum við á bambusfleka niður á. Við fórum allir fjórir á einn fleka ásamt leiðsögumanni. Það er skemmst frá því að segja að við vorum langseinastir niður ána og entumst þurrir í 6 sekúndur. í lengra máli þá vorum við allir svo þungir að flekinn maraði hálfur í kafi, við strönduðum á öllum steinum, veltum flekanum aftur og á ný (oftast viljandi), rákum stjórnlaust yfir flúðir og skullum á klettum þannig að menn köstuðust út í iðuna og urðu að berjast við að halda sér á floti. Skipstjórinn okkar hélt ítrekað um höfuð sér og þegar illa stefndi hrópaði hann, "Oh, my Buddha!". Fyrst enginn gat sér um þurrt höfuð strokið og flekinn hélt einungis saman á þrjóskunni  var ljóst að við myndum reyna að draga alla þá sem við sigldum fram á út í ána. Nóg var af flekunum í ánni og þegar við náðum í skottið á fleka renndum við upp að honum og stukkum svo út í með herópi.  Þegar við höfðum vætt alla sem fyrir voru brunuðum við niður ána með sigurópi: renn-denn-denn!!! Allir tóku þátt í gusuganginum því asíubúar er vitlausir í góðan vatnsslag.

Þegar við komum aftur til Chiang Mai fengum við ný herbergi á Somwang, í þetta skiptið með rúmum fyrir löghlýðna borgara. Þá um kvöldið höfðum við mælt okkur mót við Ástralana til að horfa á Liverpool-ManU. Kieran og Jónas horfðu sorgmæddir á sína menn lúta í gras og ákváðu að drekkja úrslitunum. Við hinir tókum þátt í erfidrykkjunni sem átti eftir að berast út um víðan völl. Við brunuðum á tuk-tukum út um allan bæ þar til við rákumst á nokkra Bandaríkjamenn sem að við neyddum til að taka þátt í alls kyns íslenskum hefðum og athöfnum sem við fundum upp á staðnum, að sjálfsögðu. Að lokum hittum við hóp af Dönum inni á frönskum bar og sátum sem fastast á meðan eigandinn, akfeitur Frakki, reyndi að henda okkur út enda löngu komið yfir löglegan opnunartíma.

Daginn eftir voru menn allharkalega timbraðir og Jónas sá þunnasti síðan smjörpappír var fundinn upp. í tilefni af því var haldið inn í hjarta vestrænnar menningar, McDonalds. Til að koma skikki á magann og lyfta lóðum af huganum dugði ekkert minna en 19 ostborgarar, 1 tvöfaldur Big Mac, 6 stór glös af Kóka-kóla, 3 McFlurry og einn lítill franskar. Starfsfólk átti erfitt með að halda andliti. Áralangur draumur okkar hafði loksins ræst.

Að lokum má nefna það að við erum núna að bíða eftir að rútan okkar til Bangkok leggi af stað. Við ætlum okkur ekki að dvelja neitt í Bangkok heldur komast áfram þaðan til eyjarinnar Ko Chang, sem er suðaustan við Bangkok, rétt hjá landamærum Kambódíu. Ef allt gengur vel (við rennum blint í sjóinn, því við erum svo miklar pæjur) þá verðum við komnir þangað annað kvöld.

 Þangað til,

Salut!


Myndir

Komnir heilir á húfi heim úr þriggja daga gönguferð. Röðin komin að Ásgeiri að blogga þannig að við bíðum eftir færslu um ferðina frá honum. 

Setti inn myndir á myndasíðuna mína sem er hægt að komast á með því að klikka á Gunnars.

Hrafnkell setti líka inn nokkrar myndir frá nepal þannig að það er nóg fyrir alla. 

 P1010135-viSvona lifum við í Bangkok


Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband