Leita í fréttum mbl.is

Hroaskelda i nand! Seinasta taekifaeri til ad skella kvedju a karlana!

Tokum tilmaelum Lilju alvarlega og hofum ekkert gert af viti herna i Istanbul. Astaedurnar fyrir tvi eru helst treyta eftir Pakistan og svo magakveisa sem ad eg nadi ad gripa i rett adur en ad eg for tadan. Tad eru samt allir spraekir nuna og til i naesta land.

Erum bunir ad reyna sma ad na okkur i lit. Vandamalid er ad tad eru ekki strendur nalaegt okkur heldur bara steinklappir, og tad svartar steinklappir. Helviti heitt og erfitt. Sidan af einhverjum astaedum fara stelpur bara alls ekki i solbad herna! Erum bunir ad taka goda gongutur medfram strandlengjunni og ekki sed eina domu. Toludum vid stelpu a hostelinu okkar og hun hafdi verid i marmaris (solstrandabaer) og tar hafi adeins verid nokkrar ferdamanna stelpur a strondinni en adallega bara tyrkja gaejar.

Erum bunir ad taka sma menningartur i dag og skodudum Sultan Ahmed Mosque og Hagia Sophia. Keli let tau ord falla ad Taj Mahal og Sultan Ahmed vaeru flottustu byggingar sem hann hefdi sed i ferdinni. Held ad eg geti alveg saett mig vid tad enda nokkud mikil gedveiki. Hagia Sophia er samt 1100 arum eldri sem gerir hana a sinum tima ad algjorri gedveiki. Tessar byggingar standa beint a moti hvor annarri og eru ansi svipadar i stil. Madur spyr sig hvort ad tad hafi verid svona mikil eftirspurn eftir moskvum til ad tetta hafi verid naudsynlegt. En svo getur madur lika spurt sig, hvad er naudsynlegt?

Holdum til CPH a morgun kl rett fyrir 11 og verdum maettir um 13. Reynum tar ad hitta adra tonleikafara, kaupa 4 tjold og slappa svo af med einn kaldan Tuborg.

Hlokkum til ad hitta allt tad frabaera folk sem er a leidinni ut. Ta serstaklega foreldra mina sem ad eg hef ekki sed svo lengi. Reynum okkar besta til ad blogga tadan allaveganna einusinni.

Kv. Gunnar


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonas Asmundsson

Sælar!

Á ég sjálfur að koma með tjald? Eða er ég einn af þeim sem kaupi tjöldunarþjónustu? 

Kem á Sunnudagskvöldið. Veriði með kveikt á símanum svo ég geti fundið ykkur þegar ég verð kominn.

Kveðja

Jónas 

Jonas Asmundsson, 28.6.2007 kl. 13:35

2 identicon

Góða skemmtun í DK piltar! Vildi að ég gæti hitt ykkur á Roskilde Festival. Ekkert betra en danskur öl, tónlist og smá sólbruni í bongóblíðunni! En því miður kemst ég ekki frá vinnunni......frekar súrt að vera á Íslandi þegar þið komið loksins til Danmerkur.

Grétar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:12

3 identicon

Takk fyrir, takk,takk Gunnar minn, að það komi a.m.k ein færsla. Ég myndi svona í lokinn mynna ykkur á að þrátt fyrir loforð Jónasar um að hann ætli að hafa opinn símann sinn þá er betra að treysta ekki um of á það!!!

Blíðar kveðjur ú Aspargrundinni ,Guðrún vig.                                          (Jónasar mamma)

Guðrún Vignisdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:25

4 identicon

...og af KR-vellinum. Haldiði ekki að hverfisliðið hafi loksins unnið leik, þann fyrsta í deildinni í sumar. Soldið hjáróma einkennissöngur félagsins þessa dagana - titillinn er okkar í ár - en þunglyndislegt Kim Larsenlegt lagið passar ágætlega. Takk svo fyrir að fá að fylgjast með ykkur á Asíuferðalaginu. Ótrúlega skemmtilegt. Bestu kveðjur. HS. Hrafnkelspabbi

hjorleifur sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:47

5 identicon

og loksins eruð þið að koma heim, við hlökkum ótrúlega til að hitta ykkur. Það hefur verið frábært að fylgjast með ferðalaginu ykkar og fá smá  nasaþef af Asíu.

Bestu kveðjur, sjáumst í Köben 

gunnarsmamma (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:33

6 identicon

Sælir drengir. Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með ykkar ferðalagi hér á síðunni. Djöfull hlakka ég til að hitta ykkur á Roskilde á miðvikudaginn! Hver veit nema maður splæsi á ykkur eins og einn kaldan!

 Kveðja, Fúsi

Sigfús Kr. Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:15

7 identicon

Blessaðir piltar. Það er farið að styttast ískyggilega mikið í Roskilde hittinginn langþráða. Takk fyrir góð bloggskrif, það hefur verið gaman að fylgjast með þessari svaðalegu heimsreisu. Hittumst hressir á miðvikudaginn með einn kaldan kannski.

Egill Árni (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 01:09

8 identicon

Takk takk fyrir "bréfið" og myndina af ykkur og vitið að ég varð bara spent er ég var að opna það, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær bréf frá svona vænum piltum sem ykkur. Ég veit ekki hversu væmin ég má vera á svona opinberu plaggi, en jú ég næstum fékk tár í augun því ég veit að það verður langur tími sem ég mun nokkru sinni eiga eftir að skemmta mér jafnvel yfir bloggi sem ég er virkilega búin að njóta og verð ég að viðurkenna að ég hélt satt best að segja að ég myndi ékki njóta eins vel eftir að Jónas hvarf úr hópnum, en svona kona sem ég er, og skoða aldrei blogg gæti verið mér hættulegt ef þið væruð ekki að koma ykkur heim(gæti ánetjast bloggi!). Eitt verð ég að segja, að er við fluttum hingað í Aspargrundina árið 1999 ( á hinni öldinni) þá saknaði ég þess að hingað kæmu vinir strákan eins og gerðist á Selfossi. Tómas var ögn yngri en Jónas svo hans vinir sáust hér, en enga mömmuna þessara drengja kyntist ég eins og á Selfossi. Jónas var orðin það gamall að maður kynntis lítið hans vinum eins og þeim fyrir austan. Það var ekki fyrr en um daginn að einn gamall vinur hans hitti mig á Skólavörðustígnum og heylsaði með þeim hætti að ég hugsaði að kanski að Gunni, Hrafnkell og Ásgeir verði svona er ég sé þá næst. Nei drengir þetta er nú kannski of langsótt, en jú ég verð að segja að þetta er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með ykkur og ég er viss um að þið komið betri menn ú svona ferðalagi og við vitrari um þessi lönd sem þið hafið frætt okkur um í máli og myndum takkkkk einu sinni enn og vonandi að Hróarskelda verði ykkur góð í ár, verið þið sælir og munið að njóta í núinu Guðrún vig ( Jónasar mamma)

gudr.vig. (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband