Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Matreiðsluhorn ferðafélagsins

Víetnamskar sveitapönnukökur (2 stk):
100g rækjur
100g svínakjöt
50g hrísgrjónahveiti
1/2 tsk saffron
1/2 bolli vatn
4 msk jurtaolía
1/2 bolli sojabaunir
1/2 bolli kál
1/2 bolli fiskisósa með chilli
4 hrísgrjónapappírskökur

Hrísgrjónahveitinu, saffroninu og vatninu (smám saman) er blandað saman í skál. Olían hituð a pönnu, rækjurnar og svínið sett á. Upphafsblöndunni svo hellt yfir, þannig að hún fylli botnflöt pönnunnar. Látið malla á pönnunni þar til pönnukakan er orðin stökk (u.þ.b. 3 mín). Kakan brotin saman og fjarlægð.
Hrísgrjónapappírskökurnar bleyttar upp úr vatni og lagðar yfir einn disk hver. Pönnukökurnar skornar í tvennt og hver fjórðungur lagður á disk. Káli bætt i eftir smekk. Að lokum eru svo kökurnar rúllaðar upp í hrísgrjónapappírnum, dýft í fiskisósu-chillíið og borðaðar. Mjög, mjög gott.

Við Gunni skelltum okkur semsagt á matreiðslunámskeið í Hoi An. Lærðum þar að elda þrjá rétti, en auk pönnukakanna elduðum við önd i appelsínusósu og kjúkling í chilli og sítrónugrasi. Tveir réttanna voru mjög góðir en einn þeirra arfaslakur (öndin). Matseldin í öllum tilvikum frábær og ástríðan leyndi sér ekki. Þetta verður örugglega ekki síðasta námskeiðið sem við Gunni sækjum, en planið er að koma heim með gráðu í vasanum. Í hverju þessi gráða verður á eftir að koma í ljós, hvort það verður í matargerð, leirkerasmíð, nálastungum...

Bærinn Hoi An er aðallega þekktur fyrir þrjá hluti: gamlan bæ á heimsminjaskrá, endalausa klæðskera og matreiðslunámskeið. Nánast hver og einn einasti veitingastaður þar í bæ býður upp á svona námskeið. Maður einfaldlega velur þrjá rétti af matseðlinum sem manni langar til að elda, borgar 6 dollara, eldar og borðar. Gerist ekki mikið einfaldara.

En ferðin langa frá Saigon til Hanoi heldur áfram. Komnir frá Hoi An til Hue, sem eitt sinn var höfuðborg Víetnam. Á morgun er það svo lokaáfanginn, Hue til Hanoi, en það verða án efa ánægjulegir 12 tímar í næturrútunni. Stefnum semsagt á að vera í Hanoi á mánudagsmorgni sem gerir þetta að 8 daga ferðalagi.

Leigðum okkur hjól í dag til að skoða Hue og til að komast i grafhvelfingu konungsins Te Doc (ca 1840-1880) sem er nokkra kílómetra fyrir utan borgina. Villtumst nokkrum sinnum eins og lög gera ráð fyrir en komumst á áfangastað að lokum. Grafhvelfingin er í raun nokkurskonar þorp þar sem hinn 153 cm hái konungur Te Doc bjó síðustu fjögur ár ævi sinnar með viðhöldunum sínum, en fyrir utan þær átti hann 104 konur. Dó samt barnlaus. Í þessu þorpi er grafhýsið hans, hvar hann er ekki jarðaður af ótta við grafarræningja. Lét þess í stað grafa sig á leynilegum stað, og til þess að halda honum leynilegum voru þeir 200 þrælar sem grófu hann hálshöggnir. Þessir konungar maður...

Annars eru komnir brestir í ferðafélagið. Þetta byrjaði allt í gær þegar við komum til Hue. Klukkan var um eitt þegar rútan okkar kom á áfangastað og úti var rigning, e-ð sem ekki hefur gerst lengi lengi. Skráðum okkur inn á hótel á fimmtu hæð og köstuðum mæðinni eftir stigagönguna. Áður en ég veit af vill hinn freki og óhagganlegi ferðafélagi minn, Gunnar, fara út í rigninguna til að skoða sig um. Ég hélt nú ekki. Ekki aðeins hefði það kallað á bleytu, heldur hitt sem verra er, ég hefði þurft að ná í regnjakkann minn sem var á botninum á bakpokanum mínum. Já á botninum, og þangað hefur sólin ekki skinið síðan í Nepal. Allar mínar hugmyndir voru umsvifalaust skotnar niður, eins og að chilla í 4 tíma yfir sjónvarpinu, borða, chilla svo í aðra 4 og fara svo að sofa. Auk þess sagði hann hugsunarhátt minn út úr kortinu þegar ég óskaði þess að rútuferðin frá Hoi An hefði tekið 12 tíma en ekki 5 til að sleppa við svona nokkuð. Að endingu átti ég engra kosta völ, allt var rifið úr pokanum og við Gunni fórum út að skoða gömul hús (hann í gönguskónum hans Jónasar)! Núna liggur pokinn minn galtómur inn á herbergi, og fötin út um allt. Ég meina, hversu ósanngjarn er maðurinn eiginlega? Já Gunnar Jóhannsson, þetta er sko geymt en ekki gleymt!

Sitjum núna á netkaffi, sveittir að plana áframhaldandi ferð. Lítur út fyrir að við munum fórna Laos, og líklegast Japan og verja þeim mun betri tíma í Kína. Annars sjáum við náttúrulega bara hvað setur.

Bestu kveðjur frá Hue.


The Open Bus Program

Leidin fra Ho Chi Minh City til Hanoi eru rumir 1700km. Fljotlegasta og taegilegasta leidin vaeri audvitad ad fljuga. Naestbesti kosturinn vaeri ad taka lestina sem er med svefnvognum og allskonar taegindum. Sidan kemur tridji kosturinn og tad er ad taka rutu. Tad er alltaf plass fyrir einn i vidbot i rutunni. Fyrst tegar rutan saekir tig a hotelid er rutan half tom og tad litur ut fyrir ad tetta gaeti nu alveg verid baerilegt. Ruturnar leggja lika alltaf af stad a morgnana tannig ad hitastigid i teim virdist gott. Sidan er komid vid a 20 odrum stodum a leidinni, rutan trodfyllt og hitastigid farid ad risa.  

Tad er samt ekki ad aestaedulausu ad tetta er vinsaelasti moguleikinn. Tetta kostar fjordung af lestarmidanum og tad er haegt ad stoppa eins lengi a hverjum stad og madur oskar ser. Vid Hrafnkell stoppudum tvi i tvaer naetur i fjallabaenum Dalat. Annan daginn ta lobbudum vid bara um borgina en seinni daginn ta fengum vid svokalladann Easy Rider til ad syna okkur um utjadra baejarinns.  

Tessir Easy Riders eru litil samtok motorhjola fararstjora sem tala ensku\tysku\fronsku og bjoda upp a ferdir fra halfum degi um borgina upp i margra vikna ferd til Hanoi. Vid tokum bara dagsferd um svaedid i kring um borgina. Su ferd var alveg frabaer. Vid fengum ad sja allskonar landbunadar- og handframleidslu, skodudum fallegt landslag og fengum innsyn i menninguna. A heimleidinni ta kom skyndilega hitaskur sem var ekkert eins og skurirnir heima. Tetta var stormur og vid turftum ad beigja inn a naestu sjoppu og sitja hann af okkur. Tar vorum vid stjornur dagsins og spurdu heimamennirnir, sem eru ur einhverjum fjalla minnihlutahop skv. leidsogumanninum, okkur spjorunum ur. Eftir turinn ta hefdum vid badir vilja halda ferdinni afram med tessum leidsogumanni en tvi midur ta vorum vid bunir ad borga rutumida og heldum tvi afram med henni.

I gaer\nott ta ferdudumst vid i 18 tima med stoppi i strandbaenum Nha Trang, leist ekkert a hann tannig ad vid forum beint afram til Hoi An tar sem vid erum nuna. Baerinn var a fyrri oldum adal verslunarhofn Vietnam og er med mjog flottan og vel vardveittan midbae. Erum frekar bugadir eftir rutuferdina og sporum tvi skodunarferdir til morgundagsins. 

Med bestu kvedju 

Gunnar Johannsson


Kofi Hós frænda

In 1954 the North was liberated but the South was invaded by the Americans and the South Vietnamese government. They wanted a private state ruled by capitalism.

Einhvern veginn svona hljómaði söguskýringin sem okkur var boðin á skoðunarferð okkar um Endursameiningarhöllina í Saigon sem áður hýsti bústað og skrifstofur forseta S-Víetnam. Þótt engan undraði orðavalið í opinbera túrnum þá þótti mér annar Víetnami komast nær kjarnanum tveimur dögum síðar.

In the North they call it anti-imperialist war. In the South we call it the civil war. It was a tragedy for my people.

Frá því að skriðdrekar ruddust inn um hlið forsetahallarinnar hér í Saigon 30. apríl 1975 hefur borgin formlega heitið Ho Chi Minh borg (skoðanir ku þó vera skiptar um hvort þeim gamla hefði líkað að vera tekinn í dýrlingatölu). Þótt menn hafi samfara nafnbreytingunni reynt að bæla niður ódæla íbúa borgarinnar og þeirra spilltu lífshætti tókst þeim aldrei meir en að slæva borgarlífið. Samfara auknu frelsi og velmegun (hið síðarnefnda hvað mest hér í landinu) vaknaði borgin til lífsins. Þrátt fyrir opinberu nafngiftina er borgin og verður Saigon. Maður verður allavega lítið var við nokkurt sem minnir á kommúnismann. Byltingarfánann sér maður bara á opinberum byggingum en þó aðallega á búkum erlendra ferðalanga (já, ég og Jónas erum báðir búnir að kaupa okkur bolinn). Sama er að segja um Ho Chi Minh sjálfan - hann sést bara á peningaseðlunum, kannski viðeigandi að það sé so mikið af þeim í borg með hans nafni?

Við höfum lifað góðu lífi hér í borg. Fyrir mitt leyti get ég sagt þetta einn skemmtilegasta áfangastaðinn í ferðalaginu. Saigon hefur sterkan karakter. T.a.m. gæti ég nefnt umferðina sem virðist bara vera ein stór óreiða sem teygir anga sína um allar götur - hálf Saigon virðist alltaf vera á leiðinni eitthvað. Lætin eru líka ofboðsleg, það fylgir náttúrulega umferðinni en líka heyrir maður alltaf síma hringja, fólk í samræðum og það er líka til stétt manna sem að hjólar um göturnar með hristu í hendinni. Tilgangur þeirra er okkur öllum óljós nema þá til að skapa meiri læti. Um leið finur maður hinn hæga, slaka takt lífsins þegar maður sest inn á gott kaffihús og pantar sér stóran ískaffi.

Við tókum því líka fagnandi að komast í almennilega skemmtun upp á vestræna mátann og höfum t.d. stundað keilu stíft. Eitthvað sem manni myndi aldrei detta í hug heima. Mesti skemmtidagurinn var þó sl. fimmtudag þegar við drengirnir gengum í barndóm og heimsóttum Dam Sen vatnsleikjagarðinn. Sá er þetta ritar hafði aldrei áður séð svona margar og flottar vatnsrennibrautir. Þarna hlupum við um milli tækja enda lítið að gera og því engar biðraðir. Draumur hins níu ára drengs. Enda var það svo að kúnnahópurinn þennan morguninn samanstóð helst af stórum hópi leikskólabarna í barnalauginni og stórum hópi vestrænna karlmanna í stóru-barnalauginni (okkur til málsbóta, þá vorum við ekki þeir einu!)

Þrátt fyrir líf og fjör þá er líka margt annað að sjá, sérstaklega úr fortíð þessarar þjóðar. Daginn eftir buslið fórum við þá skylduför sem það er að heimsækja Stríðsminjasafnið. Það fengi svo sem aldrei nein hlutleysisverðlaun en það skiptir bara engu máli. Sjónarhornið skiptir engu þegar maður stendur frammi fyrir grimmdinni og sturluninni sem stríð eru. Styrkur safnsins felst einmitt í að það setur fram vitnisburð um hryllinginn sem stríð eru. Ætti það ekki að vera boðskapur allra stríðsminjasafna í veröldinni?

Nóttina eftir döguðum við á Apocalypse Now og drukkum út The End með Doors. Klukkutímum síðar rönkuðum við við okkur á hnjánum, helþunnir, skríðandi í gegnum göng sem Víet Cong skæruliðarnir höfðu grafið. Síðustu skoðunarferðina í Saigon fórum við út fyrir borgina og heimsóttum þar þorpið Cu Chi en í frumskóginum þar í kring grófu VC sér neðanjarðarbækistöðvar inn í miðju S-Víetnam. Þar kúldruðust menn og konur á daginn meðan Kaninn lét rigna sprengjum yfir svæðið og á næturnar fóru menn um göngin sem þeir höfðu grafið undir herstöð Ameríkana og létu eldi rigna, innan frá. Fyrir utan að manni er leyft að skríða um göngin sjálf er manni svo líka sýndar manndrápsgildrurnar sem voru egndar fyrir kanann en það allra hallærislegasta voru vélrænu gínurnar sem tálguðu bambusspjót og söguðu sprengjuodda, svona eins og jólasveinarnir í Rammagerðinni.

Nú eru Gunnar og Hrafnkell horfnir á vit nýrra ævintýra og innan við sólarhringur þar til við Jónas höldum heim. Maður kveður Saigon sáttur við ferðina, lífið og einn ískaffi við Notre Dame.

Ásgeir Pétur Þorvaldsson talar frá Saigon.


« Fyrri síða

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband