Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Matreiðsluhorn ferðafélagsins

Víetnamskar sveitapönnukökur (2 stk):
100g rækjur
100g svínakjöt
50g hrísgrjónahveiti
1/2 tsk saffron
1/2 bolli vatn
4 msk jurtaolía
1/2 bolli sojabaunir
1/2 bolli kál
1/2 bolli fiskisósa með chilli
4 hrísgrjónapappírskökur

Hrísgrjónahveitinu, saffroninu og vatninu (smám saman) er blandað saman í skál. Olían hituð a pönnu, rækjurnar og svínið sett á. Upphafsblöndunni svo hellt yfir, þannig að hún fylli botnflöt pönnunnar. Látið malla á pönnunni þar til pönnukakan er orðin stökk (u.þ.b. 3 mín). Kakan brotin saman og fjarlægð.
Hrísgrjónapappírskökurnar bleyttar upp úr vatni og lagðar yfir einn disk hver. Pönnukökurnar skornar í tvennt og hver fjórðungur lagður á disk. Káli bætt i eftir smekk. Að lokum eru svo kökurnar rúllaðar upp í hrísgrjónapappírnum, dýft í fiskisósu-chillíið og borðaðar. Mjög, mjög gott.

Við Gunni skelltum okkur semsagt á matreiðslunámskeið í Hoi An. Lærðum þar að elda þrjá rétti, en auk pönnukakanna elduðum við önd i appelsínusósu og kjúkling í chilli og sítrónugrasi. Tveir réttanna voru mjög góðir en einn þeirra arfaslakur (öndin). Matseldin í öllum tilvikum frábær og ástríðan leyndi sér ekki. Þetta verður örugglega ekki síðasta námskeiðið sem við Gunni sækjum, en planið er að koma heim með gráðu í vasanum. Í hverju þessi gráða verður á eftir að koma í ljós, hvort það verður í matargerð, leirkerasmíð, nálastungum...

Bærinn Hoi An er aðallega þekktur fyrir þrjá hluti: gamlan bæ á heimsminjaskrá, endalausa klæðskera og matreiðslunámskeið. Nánast hver og einn einasti veitingastaður þar í bæ býður upp á svona námskeið. Maður einfaldlega velur þrjá rétti af matseðlinum sem manni langar til að elda, borgar 6 dollara, eldar og borðar. Gerist ekki mikið einfaldara.

En ferðin langa frá Saigon til Hanoi heldur áfram. Komnir frá Hoi An til Hue, sem eitt sinn var höfuðborg Víetnam. Á morgun er það svo lokaáfanginn, Hue til Hanoi, en það verða án efa ánægjulegir 12 tímar í næturrútunni. Stefnum semsagt á að vera í Hanoi á mánudagsmorgni sem gerir þetta að 8 daga ferðalagi.

Leigðum okkur hjól í dag til að skoða Hue og til að komast i grafhvelfingu konungsins Te Doc (ca 1840-1880) sem er nokkra kílómetra fyrir utan borgina. Villtumst nokkrum sinnum eins og lög gera ráð fyrir en komumst á áfangastað að lokum. Grafhvelfingin er í raun nokkurskonar þorp þar sem hinn 153 cm hái konungur Te Doc bjó síðustu fjögur ár ævi sinnar með viðhöldunum sínum, en fyrir utan þær átti hann 104 konur. Dó samt barnlaus. Í þessu þorpi er grafhýsið hans, hvar hann er ekki jarðaður af ótta við grafarræningja. Lét þess í stað grafa sig á leynilegum stað, og til þess að halda honum leynilegum voru þeir 200 þrælar sem grófu hann hálshöggnir. Þessir konungar maður...

Annars eru komnir brestir í ferðafélagið. Þetta byrjaði allt í gær þegar við komum til Hue. Klukkan var um eitt þegar rútan okkar kom á áfangastað og úti var rigning, e-ð sem ekki hefur gerst lengi lengi. Skráðum okkur inn á hótel á fimmtu hæð og köstuðum mæðinni eftir stigagönguna. Áður en ég veit af vill hinn freki og óhagganlegi ferðafélagi minn, Gunnar, fara út í rigninguna til að skoða sig um. Ég hélt nú ekki. Ekki aðeins hefði það kallað á bleytu, heldur hitt sem verra er, ég hefði þurft að ná í regnjakkann minn sem var á botninum á bakpokanum mínum. Já á botninum, og þangað hefur sólin ekki skinið síðan í Nepal. Allar mínar hugmyndir voru umsvifalaust skotnar niður, eins og að chilla í 4 tíma yfir sjónvarpinu, borða, chilla svo í aðra 4 og fara svo að sofa. Auk þess sagði hann hugsunarhátt minn út úr kortinu þegar ég óskaði þess að rútuferðin frá Hoi An hefði tekið 12 tíma en ekki 5 til að sleppa við svona nokkuð. Að endingu átti ég engra kosta völ, allt var rifið úr pokanum og við Gunni fórum út að skoða gömul hús (hann í gönguskónum hans Jónasar)! Núna liggur pokinn minn galtómur inn á herbergi, og fötin út um allt. Ég meina, hversu ósanngjarn er maðurinn eiginlega? Já Gunnar Jóhannsson, þetta er sko geymt en ekki gleymt!

Sitjum núna á netkaffi, sveittir að plana áframhaldandi ferð. Lítur út fyrir að við munum fórna Laos, og líklegast Japan og verja þeim mun betri tíma í Kína. Annars sjáum við náttúrulega bara hvað setur.

Bestu kveðjur frá Hue.


The Open Bus Program

Leidin fra Ho Chi Minh City til Hanoi eru rumir 1700km. Fljotlegasta og taegilegasta leidin vaeri audvitad ad fljuga. Naestbesti kosturinn vaeri ad taka lestina sem er med svefnvognum og allskonar taegindum. Sidan kemur tridji kosturinn og tad er ad taka rutu. Tad er alltaf plass fyrir einn i vidbot i rutunni. Fyrst tegar rutan saekir tig a hotelid er rutan half tom og tad litur ut fyrir ad tetta gaeti nu alveg verid baerilegt. Ruturnar leggja lika alltaf af stad a morgnana tannig ad hitastigid i teim virdist gott. Sidan er komid vid a 20 odrum stodum a leidinni, rutan trodfyllt og hitastigid farid ad risa.  

Tad er samt ekki ad aestaedulausu ad tetta er vinsaelasti moguleikinn. Tetta kostar fjordung af lestarmidanum og tad er haegt ad stoppa eins lengi a hverjum stad og madur oskar ser. Vid Hrafnkell stoppudum tvi i tvaer naetur i fjallabaenum Dalat. Annan daginn ta lobbudum vid bara um borgina en seinni daginn ta fengum vid svokalladann Easy Rider til ad syna okkur um utjadra baejarinns.  

Tessir Easy Riders eru litil samtok motorhjola fararstjora sem tala ensku\tysku\fronsku og bjoda upp a ferdir fra halfum degi um borgina upp i margra vikna ferd til Hanoi. Vid tokum bara dagsferd um svaedid i kring um borgina. Su ferd var alveg frabaer. Vid fengum ad sja allskonar landbunadar- og handframleidslu, skodudum fallegt landslag og fengum innsyn i menninguna. A heimleidinni ta kom skyndilega hitaskur sem var ekkert eins og skurirnir heima. Tetta var stormur og vid turftum ad beigja inn a naestu sjoppu og sitja hann af okkur. Tar vorum vid stjornur dagsins og spurdu heimamennirnir, sem eru ur einhverjum fjalla minnihlutahop skv. leidsogumanninum, okkur spjorunum ur. Eftir turinn ta hefdum vid badir vilja halda ferdinni afram med tessum leidsogumanni en tvi midur ta vorum vid bunir ad borga rutumida og heldum tvi afram med henni.

I gaer\nott ta ferdudumst vid i 18 tima med stoppi i strandbaenum Nha Trang, leist ekkert a hann tannig ad vid forum beint afram til Hoi An tar sem vid erum nuna. Baerinn var a fyrri oldum adal verslunarhofn Vietnam og er med mjog flottan og vel vardveittan midbae. Erum frekar bugadir eftir rutuferdina og sporum tvi skodunarferdir til morgundagsins. 

Med bestu kvedju 

Gunnar Johannsson


Dregur til tíðinda

Í byrjun samanstóð ferðafélagið fall af tveimur liðum, heimaliði og útiliði. Útiliðið kynnti sér Indland og Nepal á meðan heimaliðið kynnti sér líffærafræði höfuðsins. Svo gerðist það 22. febrúar að liðin voru sameinuð undir fánum Ferðafélagsins falls. Nánar um liðin má lesa hér til hliðar á síðunni.

Í gærkvöldi var svo kallað saman fyrsta ættbálkaráðið (e. tribal council) og þar voru, og haldið ykkur nú fast, ekki einn heldur tveir meðlimir ferðafélagsins kosnir heim. Eftir mikið baktjaldamakk, brotin loforð, dramatík, tárvota hvarma og fúkyrðaflaum var niðurstaðan sú að Ásgeir og Jónas eru á heimleið. Hafa verið keyptir tveir flugmiðar undir þá og leggja þeir af stað á mánudagskvöldið. Þar sem við Gunnar sluppum í þetta skiptið fáum við að halda áfram leiknum, og næsti áfangi verður 1700 km rútuferð frá Saigon til Hanoi. Leiðin verður þó ekki farin í einum rikk heldur með 4-5 næturstoppum og friðhelgiskeppnum.

Þó að maður er auðvitað sáttur við að fá að halda leiknum áfram verður sárt að sjá á eftir herramönnunum tveimur sem eru á heimleið. Svo er ekki laust við að maður fái heimþrá þegar allar setningar byrja á: "Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim...". Já, Ásgeir og Jónas eru alveg öfundsverðir að einhverju leiti.

Núna höfum við Jónas ferðast saman í hátt í þrjá mánuði, flugum út til London þann 8. janúar mjög snemma um morgun. Í þeirri flugvél sátu tveir grænir borgarstrákar sem vissu ekki alveg við hverju átti að búast. Þegar við svo lentum í Mumbai fjöldamörgum klukkutímum seinna, loftið eins og veggur sökum mengunnar og hita, við í flíspeysunum okkar þreyttir eftir ferðalagið út, klukkan nýdottin í miðnætti, ekki vissir hvort við ættum bókað hótelherbergi fyrir nóttina og nokkuð hundruð Indverjar góndu á okkur fyrir utan allir tilbúnir að "hjálpa okkur", var það fyrsta sem Jónas sagði: "Hrafnkell, út í hvað erum við búnir að koma okkur út í?" og ég svaraði með klisjunni: "ævintýri lífs okkar". Bara nokkuð sáttur við það svar núna.

Nokkrar punktar úr hinu þriggja mánaða ferðalagi:
- stukkum af 160 m hárri brú
- lifðum það af
- höfum farið í fjórar flugferðir, fjórar lestarferðir og yfir tíu rútuferðir.
- þessar rútuferðir hafa tekið samtals yfir 60 klukkutíma.
- fótaplass í asískum rútum er venjulega ekki upp á marga fiska.
- farið til 5 landa.
- rifist einu sinni.
- þrisvar fengið svæsinn ferðalanganiðurgang.
- ekki borðað eina einustu Imodium töflu (svokallaðir stopparar), en Jónas kom með hundrað töflur út.
- brutt 3 Cyprofloxacin töflur á mann (sýklalyf) vegna niðurgangsins.
- gist í um 14 daga í herbergi með loftkælingu.
- rakað okkur einu sinni

Takk fyrir ævintýrið.

Kambódísk klipping

Í Kambódíu er margt skrítið og skemmtilegt. Hérna eru 95% bíla Toyota, 95% af þeim Toyotum eru Toyota Camry og 90% af þessum Toyota Camry eru grænar. Í strandhéruðum Tælands voru allir bílar Toyota Hilux. Þessi færsla er þó ekki um bílamenningu í asíu. Þessi færsla er um hárgreiðslustofuna sem er í sama húsi og þetta netkaffi.

Við mættum um kvöld á stofuna og það var bara ein klippikona að vinna þannig að aðeins einn gat fengið klippingu í einu. Ég fór fyrstur í stólinn og gaf einföld fyrirmæli: "Make it shorter, no razor (bendi á hversu stutt það ætti að vera). Make it cool." Næsta sem ég veit er hún komin með rakvélina á loft og ein rönd farin af hnakkanum mínum. Gunnar Jóhannsson er því kominn með fyrstu snoðklippingu lífs síns. Hún er nokkuð gróf og ekkert allt of slæm að eigin mati.

no nonsense

No nonsense gaur!

Hrafnkell skemmti sér vel á meðan á klippingu minni stóð og var nokkuð brattur þegar hann ætlaði að panta sína. Fyrirmæli hans voru engu flóknari: "Not like him, take it all off." Hún tók upp rakvélina og var líkleg til að raka allt af en snyrti hann svo aðeins um eyrun. Síðan kom rakvélin ekkert meira við sögu. Hún snyrti hann bara nokkuð vel og skildi eftir flottan topp handa pæjunni. Furðulegasta snoðklipping sem ég hef séð.

paejan

Pæjan!

Erum allir orðnir All Templed Out af þriggja daga hofa maraþoni. Fórum á jarðsprengju safn í dag sem minnir mann á hörmungarnar sem eiga sér stað í þessum heimi.  Það er ennþá verið að planta svona sprengjum í heiminum og það sorglega er að 90% af fórnarlömbunum er saklaust fólk sem stígur á þetta mörgum árum eftir átök.

Á morgun höldum við til Phnom Penh sem er höfuðborgin og skoðum nokkur söfn þar.

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Dagar aðgerða

Eftir að hafa safnað kröftum seinustu daga var komið að dögum aðgerða. Eins og Hrafnkell nefndi þá byrjuðum við á því að fá tvo kajaka á leigu og sigla á haf út. Við sigldum með aðeins einu stoppi í þrjá tíma sem ætti að vera nóg til þess að keyra okkur alveg út. Til þess að toppa það þá myndaðist smá keppni milli kajakanna á lokasprettinum. Bæði liðin gerðu kröfu til sigurs þannig að ekki verður farið nánar út í það hér.  

Þegar við vöknuðum daginn eftir og komumst að því að þrátt fyrir allt værum við ekki með harðsperrur var stefnt á frekari virkni. Við fórum í langa leit að sjálfskiptum vespum fyrir okkur alla því að við treystum okkur ekki fyrir meiri tryllitækjum Á endanum fundum við nokkrar sem voru í góðu standi og fórum á flakk um eyjuna.. Hrafnkeli var greinilega ekki treyst fyrir allt of miklum krafti og fékk hann hægustu vespuna. Til að bæta upp fyrir lélegan mótor hafði hún spiderman skreytingar. Skreytingarnar kvöttu Kela til dáða og var hann ávallt fremstur. 

Eyjan er frekar lítil og náðum við því að skoða næstum helminginn af henni á nokkrum tímum. Mest sáum vid bara frá hringveginum en við stoppuðum á nokkrum ströndum og létum sólina baka okkur með mismunadi útsýni. Það besta við hjólin var þó að við þurftum ekki að labba upp brekkuna að kofunum okkar, brekkuna sem í daglegu tali er nefnd dauðabrekkan. 

Þar sem að ferðalag á vespu tekur ekki mikið á líkamlega ákváðum við að skrá okkur í bátsferð daginn eftir. Bátsferðin var vel heppnuð og fengum við eins mikið að borða og drekka og við gátum í okkur látið (sem er alveg góður slatti hjá fjórum strákum um 90kg). Það voru hátt í 40 manns í ferðinni og því nóg að gerast. Við fórum að snorkla á tveimur mismunandi stöðum og sáum flotta fiska og allskonar lífverur á kórölunum. Höfðum heyrt fyrir ferðina að þetta væru ekki flottustu kóralla svæðin en fyrir okkur byrjendurnar var þetta mög skemmtilegt. 

Hérna á eyjunni höfum við eignast marga góða vini. Flestir þeirra eru vestrænir krakkar á okkar aldri en við höfum einnig rekist á nokkra heima"menn". Þetta eru froskurinn sem býr á klósettinu okkar Ásgeirs, kakkalakkinn í rúminu hjá Jónasi og Kela og kötturinn sem að reynir að stinga sér inn um hurðina í hvert skipti sem hún er opnuð. Góðu fréttirnar eru að okkur tókst að losna við froskinn en fáum stundum síðar heyri ég frá Kela að hann sé kominn ofan í klósetið þeirra. Klósettið hjá K&J því óstarfhæft einusinni enn þó af öðrum orsökum en venjulega. Síðan eru flugur, maurar og allar aðrar pöddur alltaf til í að heiðra okkur með nærveru sinni í svefni og vöknum við oftast með 5-40 ný bit á hverjum morgni. Þetta er samt bara hressandi og hvetur okkur til að sofa minna. 

Við komumst aftur í gamla farið í dag og lágum í sólinni og lásum bækur sem er hollt og gott fyrir líkama og sál. Höldum því áfram í tvo daga og efir það förum við til Kambódíu. 

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Life is a beach

Ekki margt ad gerast hja okkur fjrmenningunum thessa dagana. Staddir a Filaeyju enn og verdum her liklegast nokkra daga i vidbot. Forum ad mjaka okkur naer Kambodiu i midri viku. Thad eina frettnaema sem gerst hefur fra sidustu faerslunni hans Asgeirs er hrydjuverkastarfsemi okkar a hotelinu heldur afram og liggur nu annad klosett i valnum, rigstiflad sem fyrr. Erum ad verda alveg rosalega vinsaelir hja hotelstarfsfolkinu...

Annars gerum vid vist litid annad en ad flatmaga i solinni, lesa i hengirumum og styrkja efnahag landsins med thvi ad drekka innlendan filabjor. Dagurinn er semsagt rosalega larettur hja okkur og er ekkert nema gott um thad ad segja. Hofum samt synt af okkur smavegis metnad til heilbrigds lifernis inn a milli en flestir theirra tilraunir hafa mistekist herfilega.

Fyrsta daginn sem vid forum a strondina var okkur Gunnari farid ad leidast ad stikna eins og svin a teini (mikid ofbodslega getur ordid heitt herna) svo vid drifum okkur uti heitan sjoinn. Endudum a ad synda ut i bauju nokkud uti fyrir strondinni og komum loks i land dauduppgefnir med eldraud bok.

A fostudaginn greip menn thad stundarbrjalaedi hvort ekki vaeri god hugmynd ad byrja naesta dag a smavegis skokki. Thad teygdist hinsvegar ur brjalaedinu svo naesta "morgunn" voknum vid Jonas vid Gunnar nokkurn Johannsson a pallinum hja okkur kominn i hlaupagallann. Menn voru ekkert serstaklega spraekir eftir sigra gaerkvoldsins en letum engu ad sidur til leidast. Thess ma til gamans geta ad morgunn hja okkur er klukkan 11:30. Thrir ungir islenskir islenskir piltar loggdu thvi af stad i leidangur i heitustu hadegissolinni, i formi sem ma audveldlega setja spurningarmerki fyrir framan. Hlauparunturinn okkar endadi med grati hja tveimur og uppkostum hja theim thridja. Aldrei aftur!

I dag leigdum vid okkur svo tvo kajaka og attum mjog anaegulega thriggja tima siglingu. Gerdumst landnamsmenn a litlum eyjum uti fyrir okkar. Jonas syndi mikla tilburdi i modelstorfum og fiskaveidum en eins og hann segir: "strakar, eg elska fiska!". A morgun er svo planid ad leigja vespur og kanna eyjuna almennilega og daginn eftir thad forum vid i snorkling.

Jaeja Gunni, naesta faersla er thin.

Farinn ad horfa a Milan - inter, blessbless.


Myndir

Komnir heilir á húfi heim úr þriggja daga gönguferð. Röðin komin að Ásgeiri að blogga þannig að við bíðum eftir færslu um ferðina frá honum. 

Setti inn myndir á myndasíðuna mína sem er hægt að komast á með því að klikka á Gunnars.

Hrafnkell setti líka inn nokkrar myndir frá nepal þannig að það er nóg fyrir alla. 

 P1010135-viSvona lifum við í Bangkok


Bangkok Perm

Jaeja tha erum vid Asgeir komnir til Bangkok og bunir ad eyda thar einum luxus degi i ad adlagast. Borgin er helviti fin og mjog vestraen og tvi litid sem ekkert kultur sjokk buid ad eiga ser stad.

 Ferdalagid hingad tok alls taepar 30 klst og hefdi getad verid ansi gott hefdi eg ekki verid daudur i bakinu. Tok til allt skoladotid mitt i eina tosku daginn fyrir brottfor og fekk rosalegt tak i bakid sem er ekki tad nettasta fyrir bakpoka ferdalag.

Luxus dagurinn okkar var sidan mjog nettur og forum vid ekkert ut af hotleinu thann daginn. Forum bara i gymmid og spa med Hrafnkeli og Jonasi og sidan komust their i langtrad bad.  Vid nadum samt ad sannfaera ta um ad "skeggid" vaeri helviti nett tannig ad tad stendur enn.  Forum svo ut a mjog nettan stad tar sem ad tjonustufolkid hlo ad okkur allan timann og reyndi ad mata okkur til ad kenna okkur ad borda rett.

Dagurinn i dag var meira i bakpoka girnum. Erum komnir a Kao Sahn gotuna sem er adal bakpoka stadurinn i Bangkok. Tar er meira um breta og svia en asiubua og tegar vid komum ut af gistiheimilinu ta er seven eleven beint a moti. Svo mikid fyrir ad komast i nyja menningu. Vid forum sidan a flakk um baeinn og forum a Siam square tar sem ad eg aetladi ad leita mer ad hargreidslustofu til tess ad klippa harid mitt stutt og taeginlegt.  Tegar vid komum ad innganginum a naestu harstofu ta sau strakarnir ad karlmanns permanett var bara svona helviti odyrt og akvadu ad splaesa tvi a mig. Nuna er eg tvi utlitandi eins og fifl, en samt svona helviti nett fifl med sma innlenda hargreidslu. Endudum daginn a tvi ad fara ad sja muay thai (taelenskt box). Get ekki maelt med tvi enda faranlega dyrt og sidan er tetta alls ekki jafn nett og madur bjost vid.

 Erum nuna bara ad sotra bjor og sidan ad fara ad kikja a roltid.

 Gunnar Johannsson kvedur fra Bangkok

 


Hitt og thetta

Jaeja, loksins hefur madur fengid sig til ad sitjast nidur og henda inn einni faerslu. Bjuggumst nu eiginlega vid thvi ad heimalidid myndi syna dugnad sinn eftir profid (og til hamingju med ad vera bunir med thad) en metnadur theirra virdist liggja annars stadar en i faersluskrifum. Allavegana, stadan a okkur er su ad vid erum maettir til Kathmandu, hofudborg Nepals, og fljugum svo til Bangkok a morgun. Astfangnir af Nepal en i sama maeli spenntir ad fljuga a nyjar slodir og detta inn i allt annan kultur.

Komum vid i Royal Chitwan National Park a leidinni til Kathmandu, en Chitwan er eins og nafnid gefur til kynna thjodgardur. Risastor thjodgardur reyndar thar sem dyr a bord vid einhyrnta nashyrninga og Bengaltigra er ad finna. Forum i filasafari og saum m.a. einhyrntan nashyrning a medan vid gjorsamlega hreinsudum skoginn af konguloarvefjum, filarnir eru sko ekkert ad tvinona vid hlutina. Gerdumst ekki svo fraegir ad sja tigrisdyr enda akaflega sjaldgaeft. Hapunkturinn i Chitwan var algjorlega thegar vid forum i filaraektunarstodina og fengum ad kjassast i nokkurra manada gomlum filsungum, gefa theim jardhnetur og svona, algjor rassgot! Vid Jonas urdum 10 ara gamlir aftur i thessari thjodgardaferd okkar. Eg hef akvedid ad thjalfa upp filsunga og jonas aetlar ad finna ser Bengaltigur i frumskoginum med e-n adskotahlut i loppunni sem hann fjarlaegir og tha verda their bestu vinir. Svo ferdumst vid um heiminn, eg a filnum og Jonas a tigrinum. Laeknisfraedi hvad? Hversu flottir yrdum vid?

I Kathmandu er kalt. Thad er ein astaeda fyrir thvi ad okkur langar til Tailands. Veit samt ekki alveg hvernig vid eigum eftir ad rada vid 34 gradurnar sem heimasidan er dugleg vid ad ota framan i mann. Daginn sem vid komum til Kathmandu snjoadi i fyrsta skipti i 62 ar i borginni. Vid Jonas erum lunknir i ad leita okkur uppi oedlilegt vedurfar, Monsoon i gongunni, snjor i Kathmandu. Spurning hvad gerist i Bangkok. Heilsan maetti annars vera betri hja okkur ferdalongunum. Atum hja gotusala a fimmtudaginn og thvi fylgdi magakveisa. Jonas sa um hana a fostudaginn og eg er ad afgreida hana i gaer/dag. Verdum badir ordnir godir adur en vid fljugum a morgun. Maturinn var samt godur og odyr (30 kr) en spurning hvort thad hafi verid thess virdi. Held allavegana ad magarnir seu nokkud skotheldir eftir thessa pest.

Held eg hafi thetta ekki lengra i bili. Vonandi gengur betur ad setja inn myndir i Tailandi en her, hef orlitid meiri tru a tolvubunadinum thar. Spurning hvort thad verdi ekki jafnvel nyjir og ferskir menn sem skella inn naestu faerslu en Asgeir og Gunnar maeta a midvikudaginn. Vorum annars ad uppgotva gestabokina a sidunni um daginn og vildum thakka theim sem thar hafa kvittad fyrir sig (mikill meirihluti skyldmenni Jonasar). Endilega sem flestir ad skrifa. Svo finnst okkur Jonasi alltaf jafn gaman ad fa tolvuposta med storum sem smaum frettum fra Islandi.
Hrafnkell - hrh12@hi.is
Jonas - joa5@hi.is

Bless i bili.

Ja og medan eg man tha skelltum vid Jonas okkur i naesthaesta teygjustokk i heimi i gaer. 160 metrar, geri adrir betur!


Obyggdirnar kalla...

I fyrramalid byrjar nytt lif hja okkur Jonasi. Gerumst sjerpar. Erum nefnilega ad fara i ca. 10 daga Himalaya-gonguferd. Og eins og sonnum sjerpum saemir holdum vid a okkar eigin drasli. Guide-inn splaestum vid ekki heldur i, alvoru budget ferdalangar her a ferd. Og fyrst vid komumst ut ur Gorkhpur (sem vid aetlum ad lifa lengi a) tha verdur thetta ekkert mal (og mamma og pabba, thetta er vist ekkert thad mikid mal adur en thid faid ahyggjur).

Eins og adur hefur komid fram erum vid nuna i Pokhara og thar sem thad er off season i turismanum og baerinn er a yfirradasvaedi Maoista sem voru med laeti thar til bara fyrir stuttu tha er litid um ferdamenn her enn. Soldill draugabaers filingur yfir thessu. Alltaf einir uti ad borda a kvoldin og svona. Sma slaedingur af folki fra Sudur-Koreu reyndar. Gaman fra thvi ad segja ad vid Jonas erum komnir med addaendahop, e-ar highschool stelpur thadan sem oskra alltaf thegar thaer sja okkur, ekki djok. Vid erum hardir a ad thetta se ut af thokkafullu utliti okkar tho fyrst hvarfladi ad okkur ad thetta vaeru hraedsluoskur ut af skegginu. Skeggid er semsagt enntha til stadar, ef svo ma segja. Allavegna ekki bunir ad raka okkur enn tho myndirnar seu ekki alveg ad detta inn.

Og i sambandi vid myndir tha verdur e-r bid a theim. Ekki fyrr en eftir gonguna og kannski ekki fyrr en i Tailandi. Planid var aldrei ad verda e-r thraell sidunnar tho thad hafi soldid verid tilfinningin sidustu daga, bunir ad eyda klukkutimum i myndavesen en ekkert gengur og svoleidis verdur thad bara ad vera.

Malheltni Jonasar tok annars nyja stefnu i dag. Vorum ad kaupa hlifdarfot fyrir gonguna og Jonas var nybuinn ad gimpa sig allsvakalega upp med thvi ad klaeda sig i innanundir flis galla. Nennti ekki ur fotunum svo hann for i hann utan yfir, mjog smekklegt. Tha var eins og e-d gerdist, hvort thad hafi verid yfirvaraskeggid eda gallinn eda hvad veit eg ekki en allt i einu var Borat maettur: "very nice", "I like". Ja, alltaf gaman hja okkur Jonasi.

En tha eru thad bara fjollin sem taka vid svo nu er pressan semsagt oll a heimalidinu, Asgeiri og Gunnari thar sem vid verdum tolvulausir i hatt i tvaer vikur. Orugglega fullt af skemmtilegum hlutum ad gerast hja ykkur thessa dagana...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband