Leita í fréttum mbl.is

Ho Chi Minh Mausoleum

Hrafnkell vaknaði snemma morguninn 10. april og for i sturtu eins og adra goda morgna. Eins og adra goda morgna ta akvad eg ad sofa adeins lengur og njota tess ad tad er skyjad uti og herbergid tvi ekki bakad i solinni. Hrafnkell let leti mina ekki stodva sig og for nidur i veitingahusid a hotelinu til ad fa ser morgunmatinn sem er innifalinn i gistingunni. Veitingahusid naer yfir heil tvo bord i lobbyinu og innifaldi morgunmaturinn 10g braud med smjori og sultu.

Eins og alla morgna i Asiu er Hrafnkell spurður hvað hann aetli ad gera i dag, tvi ad allir godir hotelstjorar geta med einhverju moti selt ter einhverja ferd eda reddad ter leigubil i attina ad hvada markmidi sem er. Samviskusamlega svaradi hann ad vid aetludum okkur ad skoda grafhysid sem ad Ho Chi Minh laegi. Tad skemmtilega er ad hann er ekki grafinn tar, heldur liggur uppstoppad likid hans til synis niu manudi a ari, hina trja er hann i vidgerd i Russlandi.

Eins spennandi og tetta hljomadi fekk Keli svarid ad Grafhysid se bara opid a morgnana og ad tad loki eftir 20 min. Audvitad gat hann reddad okkur fari en hindrunin var hinsvegar ad vekja mig og klara oll 10g af braudi. Til ad tefja okkur adeins meira ta vildi gaurinn endilega raeda vid okkur planid naestu daga. Vakning, morgunmatur, spjall og lifsognandi kappakstur aftan a vespum um gotur Hanoi tok allt i allt 23 min og okkur var ekki hleypt inn i grafhysid.

Buhu!

Tetta var samt ekki alveg otarfa ferdalag tvi ad tad var safn um Ho Chi Minh a svaedinu sem var vel tess virdi ad skoda. Safnid var svipad gydingasafninu sem vid Keli skodudum i Berlin. Mjog sur uppsetning en ahugavert engu sidur.

Hanoi er mjog skemmtilega uppsett borg, t.e.a.s. gamli baerinn. Goturnar bera nofn tess sem verslad er med. Tannig ad vid tokum gongutur um skogotu og beigdum inn a handklaedagotu, tadan forum vid a speiglagotu sem verdur svo ad tindollugotu. Allt sem ad hugurinn girnist hefur sina eigin gotu (eda tvi sem naest tvi ad goturnar eru bara 50). Verdid herna er nattla fyrir nedan allar hellur og akvadum vid ad reyna ad fylla a tomlegan fataskapinn heima. Tvi midur ta eru verslanirnar herna adallega fyrir heimamenn og tvi staersta skostaerdin 44 og engar gallabuxur sem ruma drumbana sem ad laerin min eru. Vid keyptum skopar a mann og sendum heim med sjoflutningi, tad tekur 3 manudi!

Naestu dagar munu vera vidburdarikir hja okkur.

A morgun forum vid til Halong Bay sem er tykir vera einn fallegasti stadurinn i Vietnam. Tar munum vid sigla um i tvo daga a bat sem ad vid sofum i og hofum adgang ad kajokum. Svo forum vid i att ad Kina i fjallabae sem heitir Sapa. Baerinn er byggdur fjallaaettbalkum sem ad yfirvold i Vietnam hafa adeins a sidustu arum leyft ad hafa samskipti vid vesturlandabua. Bannid stafadi af tvi ad kommunistarnir voru hraeddir um ad CIA gaeti radid njosnara ur rodum teirra. Planid er fara i gonguferd um fjollin tarna i kring i nokkra daga, skoda landslagid, folkid a svaedinu og reyna ad verda milligongumenn fyrir CIA. Eftir tetta munum vid loksins halda ut ur tessu frabaera landi sem ad Vietnam reyndist vera. Vid forum til Kunming i Kina sem er fyrsta stoppid a leidinni ad Tiger Leaping Gorge. Vid munum an efa blogga betur um TLG seinna enda margir dagar tangad til.

Fyrsta skiptid i langan tima sem ad vid hofum nakvaemt plan lengra en 2 daga fram i timann og tvi taeginlegir dagar framundan.

Annars er frekar langt sidan eg og Keli forum almennilega ut ad borda. Eg sa rosa flottan Mexican stad i naestu gotu. Vaeri meira en til i einn feitan bauna burrito! Hver er til?

Gunnar Johannsson


Matreiðsluhorn ferðafélagsins

Víetnamskar sveitapönnukökur (2 stk):
100g rækjur
100g svínakjöt
50g hrísgrjónahveiti
1/2 tsk saffron
1/2 bolli vatn
4 msk jurtaolía
1/2 bolli sojabaunir
1/2 bolli kál
1/2 bolli fiskisósa með chilli
4 hrísgrjónapappírskökur

Hrísgrjónahveitinu, saffroninu og vatninu (smám saman) er blandað saman í skál. Olían hituð a pönnu, rækjurnar og svínið sett á. Upphafsblöndunni svo hellt yfir, þannig að hún fylli botnflöt pönnunnar. Látið malla á pönnunni þar til pönnukakan er orðin stökk (u.þ.b. 3 mín). Kakan brotin saman og fjarlægð.
Hrísgrjónapappírskökurnar bleyttar upp úr vatni og lagðar yfir einn disk hver. Pönnukökurnar skornar í tvennt og hver fjórðungur lagður á disk. Káli bætt i eftir smekk. Að lokum eru svo kökurnar rúllaðar upp í hrísgrjónapappírnum, dýft í fiskisósu-chillíið og borðaðar. Mjög, mjög gott.

Við Gunni skelltum okkur semsagt á matreiðslunámskeið í Hoi An. Lærðum þar að elda þrjá rétti, en auk pönnukakanna elduðum við önd i appelsínusósu og kjúkling í chilli og sítrónugrasi. Tveir réttanna voru mjög góðir en einn þeirra arfaslakur (öndin). Matseldin í öllum tilvikum frábær og ástríðan leyndi sér ekki. Þetta verður örugglega ekki síðasta námskeiðið sem við Gunni sækjum, en planið er að koma heim með gráðu í vasanum. Í hverju þessi gráða verður á eftir að koma í ljós, hvort það verður í matargerð, leirkerasmíð, nálastungum...

Bærinn Hoi An er aðallega þekktur fyrir þrjá hluti: gamlan bæ á heimsminjaskrá, endalausa klæðskera og matreiðslunámskeið. Nánast hver og einn einasti veitingastaður þar í bæ býður upp á svona námskeið. Maður einfaldlega velur þrjá rétti af matseðlinum sem manni langar til að elda, borgar 6 dollara, eldar og borðar. Gerist ekki mikið einfaldara.

En ferðin langa frá Saigon til Hanoi heldur áfram. Komnir frá Hoi An til Hue, sem eitt sinn var höfuðborg Víetnam. Á morgun er það svo lokaáfanginn, Hue til Hanoi, en það verða án efa ánægjulegir 12 tímar í næturrútunni. Stefnum semsagt á að vera í Hanoi á mánudagsmorgni sem gerir þetta að 8 daga ferðalagi.

Leigðum okkur hjól í dag til að skoða Hue og til að komast i grafhvelfingu konungsins Te Doc (ca 1840-1880) sem er nokkra kílómetra fyrir utan borgina. Villtumst nokkrum sinnum eins og lög gera ráð fyrir en komumst á áfangastað að lokum. Grafhvelfingin er í raun nokkurskonar þorp þar sem hinn 153 cm hái konungur Te Doc bjó síðustu fjögur ár ævi sinnar með viðhöldunum sínum, en fyrir utan þær átti hann 104 konur. Dó samt barnlaus. Í þessu þorpi er grafhýsið hans, hvar hann er ekki jarðaður af ótta við grafarræningja. Lét þess í stað grafa sig á leynilegum stað, og til þess að halda honum leynilegum voru þeir 200 þrælar sem grófu hann hálshöggnir. Þessir konungar maður...

Annars eru komnir brestir í ferðafélagið. Þetta byrjaði allt í gær þegar við komum til Hue. Klukkan var um eitt þegar rútan okkar kom á áfangastað og úti var rigning, e-ð sem ekki hefur gerst lengi lengi. Skráðum okkur inn á hótel á fimmtu hæð og köstuðum mæðinni eftir stigagönguna. Áður en ég veit af vill hinn freki og óhagganlegi ferðafélagi minn, Gunnar, fara út í rigninguna til að skoða sig um. Ég hélt nú ekki. Ekki aðeins hefði það kallað á bleytu, heldur hitt sem verra er, ég hefði þurft að ná í regnjakkann minn sem var á botninum á bakpokanum mínum. Já á botninum, og þangað hefur sólin ekki skinið síðan í Nepal. Allar mínar hugmyndir voru umsvifalaust skotnar niður, eins og að chilla í 4 tíma yfir sjónvarpinu, borða, chilla svo í aðra 4 og fara svo að sofa. Auk þess sagði hann hugsunarhátt minn út úr kortinu þegar ég óskaði þess að rútuferðin frá Hoi An hefði tekið 12 tíma en ekki 5 til að sleppa við svona nokkuð. Að endingu átti ég engra kosta völ, allt var rifið úr pokanum og við Gunni fórum út að skoða gömul hús (hann í gönguskónum hans Jónasar)! Núna liggur pokinn minn galtómur inn á herbergi, og fötin út um allt. Ég meina, hversu ósanngjarn er maðurinn eiginlega? Já Gunnar Jóhannsson, þetta er sko geymt en ekki gleymt!

Sitjum núna á netkaffi, sveittir að plana áframhaldandi ferð. Lítur út fyrir að við munum fórna Laos, og líklegast Japan og verja þeim mun betri tíma í Kína. Annars sjáum við náttúrulega bara hvað setur.

Bestu kveðjur frá Hue.


The Open Bus Program

Leidin fra Ho Chi Minh City til Hanoi eru rumir 1700km. Fljotlegasta og taegilegasta leidin vaeri audvitad ad fljuga. Naestbesti kosturinn vaeri ad taka lestina sem er med svefnvognum og allskonar taegindum. Sidan kemur tridji kosturinn og tad er ad taka rutu. Tad er alltaf plass fyrir einn i vidbot i rutunni. Fyrst tegar rutan saekir tig a hotelid er rutan half tom og tad litur ut fyrir ad tetta gaeti nu alveg verid baerilegt. Ruturnar leggja lika alltaf af stad a morgnana tannig ad hitastigid i teim virdist gott. Sidan er komid vid a 20 odrum stodum a leidinni, rutan trodfyllt og hitastigid farid ad risa.  

Tad er samt ekki ad aestaedulausu ad tetta er vinsaelasti moguleikinn. Tetta kostar fjordung af lestarmidanum og tad er haegt ad stoppa eins lengi a hverjum stad og madur oskar ser. Vid Hrafnkell stoppudum tvi i tvaer naetur i fjallabaenum Dalat. Annan daginn ta lobbudum vid bara um borgina en seinni daginn ta fengum vid svokalladann Easy Rider til ad syna okkur um utjadra baejarinns.  

Tessir Easy Riders eru litil samtok motorhjola fararstjora sem tala ensku\tysku\fronsku og bjoda upp a ferdir fra halfum degi um borgina upp i margra vikna ferd til Hanoi. Vid tokum bara dagsferd um svaedid i kring um borgina. Su ferd var alveg frabaer. Vid fengum ad sja allskonar landbunadar- og handframleidslu, skodudum fallegt landslag og fengum innsyn i menninguna. A heimleidinni ta kom skyndilega hitaskur sem var ekkert eins og skurirnir heima. Tetta var stormur og vid turftum ad beigja inn a naestu sjoppu og sitja hann af okkur. Tar vorum vid stjornur dagsins og spurdu heimamennirnir, sem eru ur einhverjum fjalla minnihlutahop skv. leidsogumanninum, okkur spjorunum ur. Eftir turinn ta hefdum vid badir vilja halda ferdinni afram med tessum leidsogumanni en tvi midur ta vorum vid bunir ad borga rutumida og heldum tvi afram med henni.

I gaer\nott ta ferdudumst vid i 18 tima med stoppi i strandbaenum Nha Trang, leist ekkert a hann tannig ad vid forum beint afram til Hoi An tar sem vid erum nuna. Baerinn var a fyrri oldum adal verslunarhofn Vietnam og er med mjog flottan og vel vardveittan midbae. Erum frekar bugadir eftir rutuferdina og sporum tvi skodunarferdir til morgundagsins. 

Med bestu kvedju 

Gunnar Johannsson


Kofi Hós frænda

In 1954 the North was liberated but the South was invaded by the Americans and the South Vietnamese government. They wanted a private state ruled by capitalism.

Einhvern veginn svona hljómaði söguskýringin sem okkur var boðin á skoðunarferð okkar um Endursameiningarhöllina í Saigon sem áður hýsti bústað og skrifstofur forseta S-Víetnam. Þótt engan undraði orðavalið í opinbera túrnum þá þótti mér annar Víetnami komast nær kjarnanum tveimur dögum síðar.

In the North they call it anti-imperialist war. In the South we call it the civil war. It was a tragedy for my people.

Frá því að skriðdrekar ruddust inn um hlið forsetahallarinnar hér í Saigon 30. apríl 1975 hefur borgin formlega heitið Ho Chi Minh borg (skoðanir ku þó vera skiptar um hvort þeim gamla hefði líkað að vera tekinn í dýrlingatölu). Þótt menn hafi samfara nafnbreytingunni reynt að bæla niður ódæla íbúa borgarinnar og þeirra spilltu lífshætti tókst þeim aldrei meir en að slæva borgarlífið. Samfara auknu frelsi og velmegun (hið síðarnefnda hvað mest hér í landinu) vaknaði borgin til lífsins. Þrátt fyrir opinberu nafngiftina er borgin og verður Saigon. Maður verður allavega lítið var við nokkurt sem minnir á kommúnismann. Byltingarfánann sér maður bara á opinberum byggingum en þó aðallega á búkum erlendra ferðalanga (já, ég og Jónas erum báðir búnir að kaupa okkur bolinn). Sama er að segja um Ho Chi Minh sjálfan - hann sést bara á peningaseðlunum, kannski viðeigandi að það sé so mikið af þeim í borg með hans nafni?

Við höfum lifað góðu lífi hér í borg. Fyrir mitt leyti get ég sagt þetta einn skemmtilegasta áfangastaðinn í ferðalaginu. Saigon hefur sterkan karakter. T.a.m. gæti ég nefnt umferðina sem virðist bara vera ein stór óreiða sem teygir anga sína um allar götur - hálf Saigon virðist alltaf vera á leiðinni eitthvað. Lætin eru líka ofboðsleg, það fylgir náttúrulega umferðinni en líka heyrir maður alltaf síma hringja, fólk í samræðum og það er líka til stétt manna sem að hjólar um göturnar með hristu í hendinni. Tilgangur þeirra er okkur öllum óljós nema þá til að skapa meiri læti. Um leið finur maður hinn hæga, slaka takt lífsins þegar maður sest inn á gott kaffihús og pantar sér stóran ískaffi.

Við tókum því líka fagnandi að komast í almennilega skemmtun upp á vestræna mátann og höfum t.d. stundað keilu stíft. Eitthvað sem manni myndi aldrei detta í hug heima. Mesti skemmtidagurinn var þó sl. fimmtudag þegar við drengirnir gengum í barndóm og heimsóttum Dam Sen vatnsleikjagarðinn. Sá er þetta ritar hafði aldrei áður séð svona margar og flottar vatnsrennibrautir. Þarna hlupum við um milli tækja enda lítið að gera og því engar biðraðir. Draumur hins níu ára drengs. Enda var það svo að kúnnahópurinn þennan morguninn samanstóð helst af stórum hópi leikskólabarna í barnalauginni og stórum hópi vestrænna karlmanna í stóru-barnalauginni (okkur til málsbóta, þá vorum við ekki þeir einu!)

Þrátt fyrir líf og fjör þá er líka margt annað að sjá, sérstaklega úr fortíð þessarar þjóðar. Daginn eftir buslið fórum við þá skylduför sem það er að heimsækja Stríðsminjasafnið. Það fengi svo sem aldrei nein hlutleysisverðlaun en það skiptir bara engu máli. Sjónarhornið skiptir engu þegar maður stendur frammi fyrir grimmdinni og sturluninni sem stríð eru. Styrkur safnsins felst einmitt í að það setur fram vitnisburð um hryllinginn sem stríð eru. Ætti það ekki að vera boðskapur allra stríðsminjasafna í veröldinni?

Nóttina eftir döguðum við á Apocalypse Now og drukkum út The End með Doors. Klukkutímum síðar rönkuðum við við okkur á hnjánum, helþunnir, skríðandi í gegnum göng sem Víet Cong skæruliðarnir höfðu grafið. Síðustu skoðunarferðina í Saigon fórum við út fyrir borgina og heimsóttum þar þorpið Cu Chi en í frumskóginum þar í kring grófu VC sér neðanjarðarbækistöðvar inn í miðju S-Víetnam. Þar kúldruðust menn og konur á daginn meðan Kaninn lét rigna sprengjum yfir svæðið og á næturnar fóru menn um göngin sem þeir höfðu grafið undir herstöð Ameríkana og létu eldi rigna, innan frá. Fyrir utan að manni er leyft að skríða um göngin sjálf er manni svo líka sýndar manndrápsgildrurnar sem voru egndar fyrir kanann en það allra hallærislegasta voru vélrænu gínurnar sem tálguðu bambusspjót og söguðu sprengjuodda, svona eins og jólasveinarnir í Rammagerðinni.

Nú eru Gunnar og Hrafnkell horfnir á vit nýrra ævintýra og innan við sólarhringur þar til við Jónas höldum heim. Maður kveður Saigon sáttur við ferðina, lífið og einn ískaffi við Notre Dame.

Ásgeir Pétur Þorvaldsson talar frá Saigon.


Dregur til tíðinda

Í byrjun samanstóð ferðafélagið fall af tveimur liðum, heimaliði og útiliði. Útiliðið kynnti sér Indland og Nepal á meðan heimaliðið kynnti sér líffærafræði höfuðsins. Svo gerðist það 22. febrúar að liðin voru sameinuð undir fánum Ferðafélagsins falls. Nánar um liðin má lesa hér til hliðar á síðunni.

Í gærkvöldi var svo kallað saman fyrsta ættbálkaráðið (e. tribal council) og þar voru, og haldið ykkur nú fast, ekki einn heldur tveir meðlimir ferðafélagsins kosnir heim. Eftir mikið baktjaldamakk, brotin loforð, dramatík, tárvota hvarma og fúkyrðaflaum var niðurstaðan sú að Ásgeir og Jónas eru á heimleið. Hafa verið keyptir tveir flugmiðar undir þá og leggja þeir af stað á mánudagskvöldið. Þar sem við Gunnar sluppum í þetta skiptið fáum við að halda áfram leiknum, og næsti áfangi verður 1700 km rútuferð frá Saigon til Hanoi. Leiðin verður þó ekki farin í einum rikk heldur með 4-5 næturstoppum og friðhelgiskeppnum.

Þó að maður er auðvitað sáttur við að fá að halda leiknum áfram verður sárt að sjá á eftir herramönnunum tveimur sem eru á heimleið. Svo er ekki laust við að maður fái heimþrá þegar allar setningar byrja á: "Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim...". Já, Ásgeir og Jónas eru alveg öfundsverðir að einhverju leiti.

Núna höfum við Jónas ferðast saman í hátt í þrjá mánuði, flugum út til London þann 8. janúar mjög snemma um morgun. Í þeirri flugvél sátu tveir grænir borgarstrákar sem vissu ekki alveg við hverju átti að búast. Þegar við svo lentum í Mumbai fjöldamörgum klukkutímum seinna, loftið eins og veggur sökum mengunnar og hita, við í flíspeysunum okkar þreyttir eftir ferðalagið út, klukkan nýdottin í miðnætti, ekki vissir hvort við ættum bókað hótelherbergi fyrir nóttina og nokkuð hundruð Indverjar góndu á okkur fyrir utan allir tilbúnir að "hjálpa okkur", var það fyrsta sem Jónas sagði: "Hrafnkell, út í hvað erum við búnir að koma okkur út í?" og ég svaraði með klisjunni: "ævintýri lífs okkar". Bara nokkuð sáttur við það svar núna.

Nokkrar punktar úr hinu þriggja mánaða ferðalagi:
- stukkum af 160 m hárri brú
- lifðum það af
- höfum farið í fjórar flugferðir, fjórar lestarferðir og yfir tíu rútuferðir.
- þessar rútuferðir hafa tekið samtals yfir 60 klukkutíma.
- fótaplass í asískum rútum er venjulega ekki upp á marga fiska.
- farið til 5 landa.
- rifist einu sinni.
- þrisvar fengið svæsinn ferðalanganiðurgang.
- ekki borðað eina einustu Imodium töflu (svokallaðir stopparar), en Jónas kom með hundrað töflur út.
- brutt 3 Cyprofloxacin töflur á mann (sýklalyf) vegna niðurgangsins.
- gist í um 14 daga í herbergi með loftkælingu.
- rakað okkur einu sinni

Takk fyrir ævintýrið.

Af öfgum mannskepnunnar

"Angkor Wat, in its beauty and state of preservation, is unrivaled. Its mightiness and magnificence bespeak a pomp and luxury surpassing that of Pharaoh or a Shah Jahan, an impressiveness greater than that of the Pyramids, an artistic distinctiveness as fine as that of the Taj Mahal."

"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."

Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið “over the top” enda tekin af www.tourismcambodia.com)
á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn “Killing Fields”, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.

Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.

Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.

Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.


Kambódísk klipping

Í Kambódíu er margt skrítið og skemmtilegt. Hérna eru 95% bíla Toyota, 95% af þeim Toyotum eru Toyota Camry og 90% af þessum Toyota Camry eru grænar. Í strandhéruðum Tælands voru allir bílar Toyota Hilux. Þessi færsla er þó ekki um bílamenningu í asíu. Þessi færsla er um hárgreiðslustofuna sem er í sama húsi og þetta netkaffi.

Við mættum um kvöld á stofuna og það var bara ein klippikona að vinna þannig að aðeins einn gat fengið klippingu í einu. Ég fór fyrstur í stólinn og gaf einföld fyrirmæli: "Make it shorter, no razor (bendi á hversu stutt það ætti að vera). Make it cool." Næsta sem ég veit er hún komin með rakvélina á loft og ein rönd farin af hnakkanum mínum. Gunnar Jóhannsson er því kominn með fyrstu snoðklippingu lífs síns. Hún er nokkuð gróf og ekkert allt of slæm að eigin mati.

no nonsense

No nonsense gaur!

Hrafnkell skemmti sér vel á meðan á klippingu minni stóð og var nokkuð brattur þegar hann ætlaði að panta sína. Fyrirmæli hans voru engu flóknari: "Not like him, take it all off." Hún tók upp rakvélina og var líkleg til að raka allt af en snyrti hann svo aðeins um eyrun. Síðan kom rakvélin ekkert meira við sögu. Hún snyrti hann bara nokkuð vel og skildi eftir flottan topp handa pæjunni. Furðulegasta snoðklipping sem ég hef séð.

paejan

Pæjan!

Erum allir orðnir All Templed Out af þriggja daga hofa maraþoni. Fórum á jarðsprengju safn í dag sem minnir mann á hörmungarnar sem eiga sér stað í þessum heimi.  Það er ennþá verið að planta svona sprengjum í heiminum og það sorglega er að 90% af fórnarlömbunum er saklaust fólk sem stígur á þetta mörgum árum eftir átök.

Á morgun höldum við til Phnom Penh sem er höfuðborgin og skoðum nokkur söfn þar.

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Blod, sviti og Angkor Wat

Eftir mikid bagsl og busl i Taelandi hofum vid paejurnar i Ferdafelaginu komist heilu og holdnu til Angkor-borgar, nanar tiltekid Siem Reap. Ja, ef thad er til ad verda threyttur a letilifinu ad tha hofum vid vaentanlega nad theim afanga. Eftir 10 daga i sol og almennri omenningu hofum vid komid til Mekka hof-skodunarmannsinns, Angkor borgar.

 Nu, eitt af thvi fyrsta sem madur tekur eftir vid komuna til Kambodiu er thad hversu olikir their eru gronnum sinum i vestri, Taelendingum. Folk er almennt grennra og dekkra. Enskan er auk thess a haerra plani, haegt er ad spyrja folk leidbeininga um hvert a ad fara og born sem selja postkort vid hofin hafa odlast vald a ensku sem ekki er haegt ad bera saman vid medal-taelending. Og talandi um born ad tha skil eg vel Angelinu thegar hun tok tha akvordun ad aettleida eitt theirra, thau eru otrulega mikil rassgot.

En fyrir utan almennar menningar-upplifanir ad tha hofum vid nu lent i alls kyns aevintyrum her i Siem Reap. Thad markverdasta tho thegar hnefastor tarantula skreid eftir veggjum hotelherbergis Asgeirs og Hrafnkels sem nu deila saman herbergi. Their tveir frikudu natturlega ut og akvadu thess vegna ad na i konguloarbanann Gunnar Johannsson (Gunnar Johannsson er super-utgafan af Gunna). Thad vildi tho svo illa til ad thegar ad bjargvaetturinn kom ad tha hafdi konguloin haft sig a brott og sagt skilid vid leidindapukana sem svo innilega vildu hana burt, svei mer tha!

Annar faktor thegar kemur ad menningu her er sa ad thegar hin margvislegu hof Angkor borgar eru skodud, kemur i ljos ad upplifunin tekur ekki bara a augad. Heldur eru onnur skilningarvit nytt svosem eins og eyrun og lyktarskynid. Hofid er ju byggt i midjum frumskogi og ser madur thvi alls kyns skordyr og verur a vappinu nalaegt hofunum sem eru hvert odru magnadra.

Talandi um Angelinu ad tha heimsottum vid hofid Ta Phrom i dag, thar sem myndin Tomb Raider var tekin upp. Thar hafa visindamenn lagt bann a frekari hreinsanir grodurs sem umlykur hofin og litur thad thvi ut eins og exotiskt hof ur Indiana Jones mynd, good-stuff thad.

Tho er thad alltaf sma anti-climax ad koma ad thjodgardinum thvi hugmyndin sem madur hefur upprunalega er su, ad madur geti sett sig i spor einhvers leidara grafarleidangur i austrinu sem svo kemst ad leyndarmalum frumbyggjanna. Thess i stad eru her, eins og reyndar alls stadar i heiminum sem eitthvad storbrotid mannvirki er, morg-thusund ferdamenn. Siem Reap er thvi bara allvenjulegur ferdamannabaer sem hefur ekki mikid upp a ad bjoda nema hradbanka og tuk-tuk-drivera.

Naest a dagskra er svo ad koma ser til Pnom Penh borgar til ad skoda "The Killing Fields" og safn sem inniheldur vegsummerki stjornar Raudu-Khmeranna sem beittu ognarvaldi til thess ad koma a einhvers konar landbunadarsamfelagi thar sem thekking var ekki lidinn. Milljonum manna var fornad fyrir thessa hugsjon og verdur thad likt og ad koma til Auswitch i Thyskalandi, thvi thetta voru bara utrymingarbudir.

Annars eru bara 2 vikur eftir af minu ferdalagi. A theim tima mun eg reyna ad nyta timann sem best til thess ad kanna svaedi SA-Asiu betur.

P.S. I thessum skrifudu ordum eru Hrafnkell og Gunnar i klippingu (Gunnar i thridja skiptid i ferdinni!). Mikid djofull hlakka eg til ad sja tha. Serstaklega Hrafnkel sem er ad lata snoda sig i fyrsta skipti a aevinni:)

 Godar Stundir


Dagar aðgerða

Eftir að hafa safnað kröftum seinustu daga var komið að dögum aðgerða. Eins og Hrafnkell nefndi þá byrjuðum við á því að fá tvo kajaka á leigu og sigla á haf út. Við sigldum með aðeins einu stoppi í þrjá tíma sem ætti að vera nóg til þess að keyra okkur alveg út. Til þess að toppa það þá myndaðist smá keppni milli kajakanna á lokasprettinum. Bæði liðin gerðu kröfu til sigurs þannig að ekki verður farið nánar út í það hér.  

Þegar við vöknuðum daginn eftir og komumst að því að þrátt fyrir allt værum við ekki með harðsperrur var stefnt á frekari virkni. Við fórum í langa leit að sjálfskiptum vespum fyrir okkur alla því að við treystum okkur ekki fyrir meiri tryllitækjum Á endanum fundum við nokkrar sem voru í góðu standi og fórum á flakk um eyjuna.. Hrafnkeli var greinilega ekki treyst fyrir allt of miklum krafti og fékk hann hægustu vespuna. Til að bæta upp fyrir lélegan mótor hafði hún spiderman skreytingar. Skreytingarnar kvöttu Kela til dáða og var hann ávallt fremstur. 

Eyjan er frekar lítil og náðum við því að skoða næstum helminginn af henni á nokkrum tímum. Mest sáum vid bara frá hringveginum en við stoppuðum á nokkrum ströndum og létum sólina baka okkur með mismunadi útsýni. Það besta við hjólin var þó að við þurftum ekki að labba upp brekkuna að kofunum okkar, brekkuna sem í daglegu tali er nefnd dauðabrekkan. 

Þar sem að ferðalag á vespu tekur ekki mikið á líkamlega ákváðum við að skrá okkur í bátsferð daginn eftir. Bátsferðin var vel heppnuð og fengum við eins mikið að borða og drekka og við gátum í okkur látið (sem er alveg góður slatti hjá fjórum strákum um 90kg). Það voru hátt í 40 manns í ferðinni og því nóg að gerast. Við fórum að snorkla á tveimur mismunandi stöðum og sáum flotta fiska og allskonar lífverur á kórölunum. Höfðum heyrt fyrir ferðina að þetta væru ekki flottustu kóralla svæðin en fyrir okkur byrjendurnar var þetta mög skemmtilegt. 

Hérna á eyjunni höfum við eignast marga góða vini. Flestir þeirra eru vestrænir krakkar á okkar aldri en við höfum einnig rekist á nokkra heima"menn". Þetta eru froskurinn sem býr á klósettinu okkar Ásgeirs, kakkalakkinn í rúminu hjá Jónasi og Kela og kötturinn sem að reynir að stinga sér inn um hurðina í hvert skipti sem hún er opnuð. Góðu fréttirnar eru að okkur tókst að losna við froskinn en fáum stundum síðar heyri ég frá Kela að hann sé kominn ofan í klósetið þeirra. Klósettið hjá K&J því óstarfhæft einusinni enn þó af öðrum orsökum en venjulega. Síðan eru flugur, maurar og allar aðrar pöddur alltaf til í að heiðra okkur með nærveru sinni í svefni og vöknum við oftast með 5-40 ný bit á hverjum morgni. Þetta er samt bara hressandi og hvetur okkur til að sofa minna. 

Við komumst aftur í gamla farið í dag og lágum í sólinni og lásum bækur sem er hollt og gott fyrir líkama og sál. Höldum því áfram í tvo daga og efir það förum við til Kambódíu. 

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Life is a beach

Ekki margt ad gerast hja okkur fjrmenningunum thessa dagana. Staddir a Filaeyju enn og verdum her liklegast nokkra daga i vidbot. Forum ad mjaka okkur naer Kambodiu i midri viku. Thad eina frettnaema sem gerst hefur fra sidustu faerslunni hans Asgeirs er hrydjuverkastarfsemi okkar a hotelinu heldur afram og liggur nu annad klosett i valnum, rigstiflad sem fyrr. Erum ad verda alveg rosalega vinsaelir hja hotelstarfsfolkinu...

Annars gerum vid vist litid annad en ad flatmaga i solinni, lesa i hengirumum og styrkja efnahag landsins med thvi ad drekka innlendan filabjor. Dagurinn er semsagt rosalega larettur hja okkur og er ekkert nema gott um thad ad segja. Hofum samt synt af okkur smavegis metnad til heilbrigds lifernis inn a milli en flestir theirra tilraunir hafa mistekist herfilega.

Fyrsta daginn sem vid forum a strondina var okkur Gunnari farid ad leidast ad stikna eins og svin a teini (mikid ofbodslega getur ordid heitt herna) svo vid drifum okkur uti heitan sjoinn. Endudum a ad synda ut i bauju nokkud uti fyrir strondinni og komum loks i land dauduppgefnir med eldraud bok.

A fostudaginn greip menn thad stundarbrjalaedi hvort ekki vaeri god hugmynd ad byrja naesta dag a smavegis skokki. Thad teygdist hinsvegar ur brjalaedinu svo naesta "morgunn" voknum vid Jonas vid Gunnar nokkurn Johannsson a pallinum hja okkur kominn i hlaupagallann. Menn voru ekkert serstaklega spraekir eftir sigra gaerkvoldsins en letum engu ad sidur til leidast. Thess ma til gamans geta ad morgunn hja okkur er klukkan 11:30. Thrir ungir islenskir islenskir piltar loggdu thvi af stad i leidangur i heitustu hadegissolinni, i formi sem ma audveldlega setja spurningarmerki fyrir framan. Hlauparunturinn okkar endadi med grati hja tveimur og uppkostum hja theim thridja. Aldrei aftur!

I dag leigdum vid okkur svo tvo kajaka og attum mjog anaegulega thriggja tima siglingu. Gerdumst landnamsmenn a litlum eyjum uti fyrir okkar. Jonas syndi mikla tilburdi i modelstorfum og fiskaveidum en eins og hann segir: "strakar, eg elska fiska!". A morgun er svo planid ad leigja vespur og kanna eyjuna almennilega og daginn eftir thad forum vid i snorkling.

Jaeja Gunni, naesta faersla er thin.

Farinn ad horfa a Milan - inter, blessbless.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband