8.1.2007 | 00:52
Styttist virkilega í útferðina
Þegar þetta er skrifað, allt of seint um nótt, eru ekki nema rétt rúmir 6 tímar í flugið til London. Svo fljúgum við Jónas áfram frá Heathrow á þriðjudagsmorgun og lendum loks í Mumbai aðfaranótt miðvikudags kl: 00:25 að staðartíma. Allt klappað og klárt og niðurpakkað. Nýlokið við að panta gistingu fyrir fyrstu nóttina. Næsta færsla verður skrifuð í Indlandi, vonandi á miðvikdaginn...
Tenglar
Myndir!
- Gunnars
- Jónasar Jónas er einnig þekktur sem Flash-Boy.
- Hrafnkells Keli er mjög næmur á fegurð hlutanna.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mumbai er mögnuð! Mæli með að fara í bíó í Eros bíóinu og að borða á Delhi Darbar sem er á Colaba Causeway (aðalgatan í Colaba þar sem mörg hótelin eru.) Líka fyndið að þvælast inn í háskólann og svo auðvitað allur hefðbundinn túrismi og tjill.
Skemmtiði ykkur alveg ofsalega vel. Best að hlæja bara ef áreitið á götunum verður eitthvað yfirþyrmandi. Tala íslensku við pirrandi sölumenn og aðra böggara til að losna við þá "-fyrirgefðu vinur ég tala ekki ensku", eða bara setja upp sólgleraugun og labba hratt áfram ef þið nennið ekki að grilla í þeim. Ekki láta svindla á ykkur, litlu leigubílarnir eiga yfirleitt ekki að kosta meira en kannski 50 rúpíur nema ef vegalengdir eru lengri. Og það er ekki mælt með að gefa betlurum af ýmsum ástæðum, en a.m.k. ekki nálægt gististaðnum ykkar svo þið fáið frið.
Góða skemmtun ;)
Anna Pála Sverrisdóttir, 8.1.2007 kl. 01:23
SPENNÓ!!! :D
Tinna (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 23:28
Takk fyrir god rad. Frabaert ef reyndir ferdalangar nenna ad gefa okkur oreyndu e-ar radleggingar...
Hrafnkell Hjörleifsson, 10.1.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.