26.3.2007 | 11:04
Af öfgum mannskepnunnar
"Angkor Wat, in its beauty and state of preservation, is unrivaled. Its mightiness and magnificence bespeak a pomp and luxury surpassing that of Pharaoh or a Shah Jahan, an impressiveness greater than that of the Pyramids, an artistic distinctiveness as fine as that of the Taj Mahal."
"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."
Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið over the top enda tekin af www.tourismcambodia.com) á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn Killing Fields, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.
Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.
Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.
Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.
"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."
Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið over the top enda tekin af www.tourismcambodia.com) á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn Killing Fields, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.
Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.
Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.
Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.
Tenglar
Myndir!
- Gunnars
- Jónasar Jónas er einnig þekktur sem Flash-Boy.
- Hrafnkells Keli er mjög næmur á fegurð hlutanna.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vid forum til Toul Sleng fangabuda S-21, sem sau um skitverk Pol Pot. Saum thar profilmyndir af folkinu sem thar var hyst , pyntad og myrt. Thad er ekki audvelt ad gera ser i hugarlund hvad thad er sem faer folk til ad myrda aettingja og samlanda. Thetta virdist bara vera enn eitt tilfellid i mannkynsogunni sem rangir menn vid rangar adstaedur komast til valda.
Og til ad gefa skyrari mynd af pyntingunum og mordunum ad tha notudust Raudu-Khmerarnir vid ungt og ostalpad folk sem gerdi thad sem thvi var sagt ad gera. Thad var semsagt "gert" ad skrimslum. Thad versta vid thetta allt saman eins og Hrafnkell bendir a er ad enginn hefur verid sottur til saka. En hver er sekur? Hvernig daemirdu i svona mali. Er ekki nog ad heimurinn minnist manns sem eitthvert mesta skrimsli mannkynsogunnar?
Ennfremur, Japanir eiga sina eigin sogu af fjoldamordum theirra a Mansjurum. Sogubaekur i japonskum skolum hafa verid endurskrifadar theim sjalfum i "hag". Thad sama er upp a teningnum her. Folk vill ekki muna. Stoltid her i Asiu er stundum thad eina sem folkid a. Er thad tha skrytid ad thad vilji gleyma atburdi sem thessum?
Jonas Asmundsson, 26.3.2007 kl. 13:00
Já það er ótrúlegt hvað þessi þjóð hefur farið í gegn um. Þessi söfn sem við skoðuðum eru öll styrkt af útlenskum fyrirtækjum og þjóðum því að stjórnvöld þarna vilja helst gleyma þessu. Þetta er mikilvægur minnisvarði fyrir aðrar þjóðir heims og gott að þetta hefur ekki verið falið.
Kambódíska þjóðin hefur þó komist ótrúlega langt á síðustu árum og er búið að gera ótrúlega hluti í jarðsprengjuhreinsun og uppbyggingu efnahags. Það er þó enn langt í land sem sést á ferðalagi um vegi landsins.
Gunniboy (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:04
Stolt? Ég held að langflestir kambódar vilji ekki gleyma því sem þeim og fjölskyldum þeirra var gert þessi ár. Í harðri lífsbaráttunni í þessu landi hefur þeim ekki einu sinni gefist tími til að syrgja. Þeir einir vilja gleyma hverra hendur eru enn litaðar blóði. Það er margt verra en jarðsprengjur enn grafið í þessu landi.
Myndir úr Tuol Sleng má finna á http://public.fotki.com/asgeirp/asia07/tuol-sleng/
Ásgeir Pétur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 15:00
Ég mæli með myndinni The Killing Fields
Alvy Singer, 26.3.2007 kl. 17:14
Audvitad spilar stoltid inn i thetta og thess vegna tel eg ad their vilji gleyma atburdi sem thessum. I hardri lifsbarattunni held eg ad hinn Kambodiski medalmadur myndi heldur vilja ala upp stolt barnanna sinna i gard lands og thjodar frekar en ad lata thad skammast sin. Folk a thessum slodum er bara odruvisi en vid tel eg. Upplysing um fyrri harmleiki er ad eg tel ekki thad fyrsta a dagskra thegar kemur ad thvi ad mennta komandi kynslodir. Og tha meina eg ad theirra mati.
Eg er med engu moti ad setja minar personulegu skodanir i thetta. Ekki skilja mig sem svo ad thetta seu minar skodanir sem varpadar voru fram i sidustu malsgrein. Adeins hlutlaust mad mitt a adstaedum.
Ekki misskilja mig. Audvitad eigum vid ad upplysa heiminn um thaer misgjordir sem attu ser stad, en eg held ad Kambodar vilji frekar horfa fram a vid thegar theirra eigin adstaedur eru skodadar.
Jonas Asmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:10
djöfull er ég að meta þetta battle milli Jónasar og Ásgeirs. Ég legg til ræðu keppni eða ritgerðarkeppni um málefni Kambódíumanna þ.e.a.s hér hvort kambódíumenn séu stoltir eða ekki. ENU. En er samt mjög sammála greinarhöfundi að það er hræðilegt hvað það er margt sem maður veit ekki af í þessum heimi og það greinilegt að maður er mjög heimakær þar sem maður veit lítið um allan þann hrylling sem hefur átt sér stað á hinum ýmsu stöðum í heiminum.
Eldur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:56
jæja drengir, hvernig væri nú að dúndra einni nettri færslu inn ?
Rútur Örn (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.