29.1.2007 | 23:22
Þjóbó
Ég og Gunnar vorum staddir á Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu, í dag. Hún er einmitt helgasta borg háskólastúdenta. Umhverfis hana er síki sem í rennur vatn líklega fengið úr vatnslögn meðfram Hringbraut. Sögur herma að í síkinu megi finna nykur og það sem verra er, gæsir. Bókhlaðan stendur á gamla Melavellinum en þar brenna heimamenn iðulega bækur hinna látnu. Við tjekkuðum einmitt á því þegar landsbókavörður varpaði bréfasafni Jónasar frá Hriflu á bálið, "til þess að rýma fyrir öllum djöfulsins Bónusbæklingunum". Það næsta sem við komumst Nepal er að fara í verslunina Epal í Skeifunni. Þangað ganga engar lestir. Örlögin hafa samt hagað því svo að í sama húsi er einnig að finna verslunina Everest og hversu fyndið er það?
Betri og kannski lengri færsla þegar nær dregur prófum eða hugsýki. Hvort sem kemur fyrr.
Tenglar
Myndir!
- Gunnars
- Jónasar Jónas er einnig þekktur sem Flash-Boy.
- Hrafnkells Keli er mjög næmur á fegurð hlutanna.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég spái hugsýki
Teitur (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.