Leita í fréttum mbl.is

Af öfgum mannskepnunnar

"Angkor Wat, in its beauty and state of preservation, is unrivaled. Its mightiness and magnificence bespeak a pomp and luxury surpassing that of Pharaoh or a Shah Jahan, an impressiveness greater than that of the Pyramids, an artistic distinctiveness as fine as that of the Taj Mahal."

"Rising amid 129 mass graves (43 of which remain untouched) is a blinding white stupa memorialising the approximately 17,000 people executed here by the Khmer Rouge between mid-1975 and December 1978. Displayed on shelves behind the stupa's glass panels are over 8000 skulls found during excavations here in 1980 - a moving reminder of Cambodia's dark past.Some of the skulls still bear witness to the fact that their owners were bludgeoned to death for the sake of saving precious bullets."

Fyrri tilvitnunin (sem er má reyndar segja að sé svolítið “over the top” enda tekin af www.tourismcambodia.com)
á við Angkor Wat, stærstu trúarbyggingu heims, og einhvern magnaðasta vitnisburð um það hvers manneskjan er megnug. Seinni tilvitnunin á við aftökustaðinn “Killing Fields”, þar sem Rauðu Kmerarnir murkuðu lífið úr samlöndum sínum með hrottalegum hætti. Minnisvarði um það hversu ofboðslega grimm mannskepnan getur verið. Andstæður þessara tveggja staða eru ótrúlegar, og báðir sitja þeir eftir í manni þegar áfram er haldið en á rosalega mismunandi forsemdum.

Undir fjögurra ára stjórn Pol Pots og Rauðu Kmeranna, frá 1975-1979, lét um fimmti partur kambódísku þjóðarinnar lífið, rétt innan við tvær milljónir. Hluta myrrtu þeir eftir að hafa pyndað játningar út úr föngum upp á upplognar sakir, og var þá iðullega öll fjölskyldan drepin með, konur og börn. Hluti dó úr vannæringu, vinnuþrældómi og sjúkdómum, en eitt það fyrsta sem Pol Pot lét gera eftir að hafa komist til valda var að leggja af alla spítala. Það sama átti við um skóla, verksmiðjur, banka, peninga, trúarbrögð og voru eignir einstaklinga gerðar upptækar.

Gera átti Kabmódíu að fyrirmyndar stéttlausu samfélagi, og það strax. Öllum fyrirskipað að þræla í landbúnaði, og fólk var flutt nauðugt útúr borgum í þeim tilgangi. Í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu bjó til að mynda aldrei meira en fimmtíu þúsund manns í valdatíð Rauðu Kmeranna, borg sem telur rúma milljón í dag og gerði það einnig fyrir þennan tíma. Fólk sem handtekið var í norðurhluta borgarinnar var flutt til norðursins til að þræla, fólk hendtekið í suðurhlutanum flutt til suðurs, o.s.frvs. Skipti búseta innan borgarinnar þá engu máli, bara hvar þú varst staddur þá og þegar, og svona var mörgum fjölskyldum tvístrað, fjölskyldum sem aldrei áttu eftir að sjást aftur.

Mörg hrottaverk áttu sér stað á liðinni öld, en það sem er svo ofboðslega sorglegt við það sem átti sér stað í Kambódíu er hversu stutt síðan það er að þessir hlutir áttu sér stað. Innan við 30 ár. Sú staðreynd að enginn hefur enn verið sóttur til saka gerir málið svo ennþá sorglegra.


Bloggfærslur 26. mars 2007

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband