Leita í fréttum mbl.is

Ferðalagið hafið

Fyrsti leggur ferðarinnar: Reyjavík-Kópavogur-Keflavík

Fyrsti leggur ferðarinn gekk vonum framar. Foreldrar voru kvaddir og haldið af stað út í óvissuna. Hiti var -6° en engin hálka á vegum. Viðstaddir voru Gunnar (bílstjóri), Hrafnkell (DJ) og Jónas (skemmtun).

 

Við hlustuðum á safn vinsællra Bollywood laga og komum okkur í réttan gír fyrir ferðalagið. Sem er svekkjandi fyrir mig þar sem að ég fer kki út fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Núna hefst stórspennandi samkeppni um bloggfærslur. Þ.e.a.s. milli okkar Ásgeirs annarsvegar og Hrafnkells og Jónasar hinsvegar þar sem heimaliðið mun lýsa ferðalagi sínu um framandi heim lærdóms á móti útiliðinu sem mun reyna að láta ferðalag um Asíu hljóma skemmtilega. Ég held að við vitum öll hvernig þetta mun fara. Hrafnkell og Jónas ættu bara að fara í bað og fá sér vinnu.

 

Þangað til seinna

-Gunnar Jóhannsson 


Styttist virkilega í útferðina

Þegar þetta er skrifað, allt of seint um nótt, eru ekki nema rétt rúmir 6 tímar í flugið til London. Svo fljúgum við Jónas áfram frá Heathrow á þriðjudagsmorgun og lendum loks í Mumbai aðfaranótt miðvikudags kl: 00:25 að staðartíma. Allt klappað og klárt og niðurpakkað. Nýlokið við að panta gistingu fyrir fyrstu nóttina. Næsta færsla verður skrifuð í Indlandi, vonandi á miðvikdaginn...

Bloggfærslur 8. janúar 2007

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband