Leita í fréttum mbl.is

Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hálf-kínverskir!

Sælir félagar. Gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar þarna í austrinu. Kunnátta í Kínversku á án efa eftir að gagnast ykkur í starfi, a.m.k sakna ég þess oft að kunna ekki kínversku! Bestu kveðjur til ykkar. Sigríður Dóra frænka

Sigríður Dóra Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. maí 2007

Hææ

Hææ Gunnar það virkar rosa stuð hjá ykkur. Vona að þið eigið eftir að hafa það rosa gott þarna. Hlakka til að sjá þig aftur. kv. Magga( Margrét Erla, frænka Gunnars)

Magga erla (Óskráður), lau. 21. apr. 2007

Gaman að líta við hjá ykkur.

Það er gaman að líta stundum við hjá ykkur. Bestu kveðjur úr roki og rigningu. Sigurlaug

Sigurlaug (Óskráður), mið. 14. mars 2007

Góða skemmtun

Sælir drengir. Það hefur verið gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar. Gangi ykkur vel áfram. Kveðja frá Önnu frænku (Jónasar) héðan úr -6°C

Anna Pála Vignisdóttir (Óskráður), mán. 26. feb. 2007

Vegni ykkur vel á nýjum slóðum....

Sælir piltar mínir. Velkomnir Ásgeir og Gunnar í þessa ferð ykkar drengja um áður þekktar slóðir og framandi heim fyrir suma. Ég vona að ykkur eigi eftir að vegna vel þarna ytra, síðan þegar þið komið veikir heim (sjö, níu, þrettán)að það gerist ekki er ég meira en tilbúin til að hjúkra ykkur. En njótið ferðarinnar. Einn öfundsjúkur hér á fróni. Með hjúkkukveðjur Þórður Gunnar Þorvaldsson, aka Doddi sund, aka D-Dog, aka hvolpurinn, aka selurinn, aka tonnið

Þórðu Gunnar (Óskráður), fös. 23. feb. 2007

Kæru ferðalangar

Ánægður með ykkur. Þið lærið meira á þessari ferð en í heilu læknisfræðinámi. Endilega hendið inn fleiri myndum. Kveðja, Rósant Ísak.

Rósant Ísak (Óskráður), mið. 21. feb. 2007

Alvy Singer

Gott blogg

Ég vil bara kasta kveðju á ykkur félagana, maður les bloggið reglulega enda með þeim betri á netinu þessa dagana. Kveðja Baldur frændi (Jónasar)

Alvy Singer, þri. 20. feb. 2007

Kveðja af Nesinu

Kæru Hrafnkell og Jónas! Skemmtilegt er að lesa frásögn ykkar hér á síðunni af þessari ævintýraferð og gefa skemmtilegar myndir ykkar frásögninni líf. Takk fyrir þær. Sendi ég ykkur mínar bestu kveðjur um áframhaldandi gott gengi og skemmtun á ævintýraslóðum!

Svanfríður (móðir Egils Árna) (Óskráður), mán. 19. feb. 2007

Bloggsíðufíkill út úr skápnum

Löngu tímabært að skrifa í gestabókina, svo oft er maður að skoða síðuna ykkar. Verð að játa að ég er hálffeginn að teygjustökk upp á tvær og hálfa Hallgrímskirkju skuli vera að baki. Kannski hef ég samt miklað það fyrir mér, því eins og afi þinn sagði, Hrafnkell, er helsta hættan sú að þið dettið niður af Kínamúrnum. Jæja, haldið áfram að njóta ferðalagsins!

Hjörleifur Sveinbjörnsson (Óskráður), mán. 19. feb. 2007

Kveðjur frá rok- og rigningarrassgatinu Reykjavík

Ég hef verið að fylgjast með skrifunum hjá ykkur. Hefði ekkert á móti því að vera að gera það sem þú ert að gera, þó ég viðurkenni það fúslega að enginn mannlegur máttur fær mig í teygjustökk neins staðar. Lítið að frétta af mér annars. Er aðallega að vinna í því núna að ná mér í einhverja hlutavinnu, kannski jafnvel á Grund. Allt voða dautt og búið að vera það í janúar og febrúar. En breyting verður á í mars, ekkert félagslíf hjá mér nema í mars. Mars verður einn stór bender. Hafðu það sem best áfram. Ég hlakka til að sjá fleiri myndir. Skemmtið ykkur. Sveinbjörn P.s. Veðja 1000-kall á Jónas í skeggkeppninni ;)

Sveinbjörn Hjörleifsson (Óskráður), mán. 19. feb. 2007

Frábært blogg! Fær ágætis einkunn! ;)

Okkur finnst þetta vera alveg frábær síða hjá ykkur. Bjuggumst ekki við að þið mynduð hafa tíma til að skella inn reglulega færslum og hvað þá myndum. Keep up da good work! Bestu kveðjur frá kóngsins København. Bíðum spennt eftir að fá færslur frá Taílandi enda ætlum við að fara í frí þangað við fyrsta tækifæri! Hafið það sem allra best í útlandinu. ;) Arndís og Grétar

Arndís og Grétar (Óskráður), sun. 18. feb. 2007

Guðbjörg móðursystir netf. karm@simnet .is

Gaman að frétta af ykkur, en ég má til með að segja ykkur frá að Ísland er komið í 8 liða úrslit á HM. Við komum til með að fylgast með ykkur, þetta hlítur að vera frábær upplifun. Gudda.

Guðbjörg móðursystir (Óskráður), lau. 27. jan. 2007

Kveðja frá Aron Þór

Sælir strákar, djöv.. sé ég eftir að hafa ekki pakkað mér ofaní tösku hjá ykkur. Sit í alveg hrútleiðinlegum Samanburðarstjórnmálatíma í Neskirkju og það er slabb og viðbjóður úti. Skemmtið ykur vel úti strákar og hlakka til að lesa bloggin ykkar, l8r.

Aron Þór Leifsson (Óskráður), þri. 23. jan. 2007

..

Gaman að heyra í þér áðan, Shivaj! Megið alveg endilega henda inn myndum ef tölvurnar þarna úti ráða við það ;) Góða ferð & skemmtun áfram!

Helga Vala (Óskráður), sun. 14. jan. 2007

Kveðja frá Mörthu smörtu

Hæ Jónas frændi. Góða skemmtun og gangi ykkur vel í ferðalagninu. Kær kveðja, þín frænka Martha Sunneva.

Jónas Ásmundsson (Óskráður), sun. 14. jan. 2007

Kveðja frá ömmu og afa á Sunnubraut.

Sælir og blessaðir ungu menn! Allt í snjó á Íslandi. Gaman að lesa bloggið ykkar. Gangi ykkur allt í haginn. Bestu kveðjur, afi Jónas og Gýja amma á Sunnubraut.

Jónas Ásmundsson (Óskráður), sun. 14. jan. 2007

iPod fundinn.

Jæja. Fall er fararheill. Jónas byrjaði á að skilja eftir nýjan iPod í fluginu til London. Hann er nú kominn í leitirnar eftir ýtrekaðar hringingar til ákaflega málgefinns lögreglumanns á Keflavíkurfluvelli.P

Ásmundur Jónasson (Óskráður), mið. 10. jan. 2007

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband