Leita í fréttum mbl.is

Ferðalagið hafið

Fyrsti leggur ferðarinnar: Reyjavík-Kópavogur-Keflavík

Fyrsti leggur ferðarinn gekk vonum framar. Foreldrar voru kvaddir og haldið af stað út í óvissuna. Hiti var -6° en engin hálka á vegum. Viðstaddir voru Gunnar (bílstjóri), Hrafnkell (DJ) og Jónas (skemmtun).

 

Við hlustuðum á safn vinsællra Bollywood laga og komum okkur í réttan gír fyrir ferðalagið. Sem er svekkjandi fyrir mig þar sem að ég fer kki út fyrr en eftir einn og hálfan mánuð. Núna hefst stórspennandi samkeppni um bloggfærslur. Þ.e.a.s. milli okkar Ásgeirs annarsvegar og Hrafnkells og Jónasar hinsvegar þar sem heimaliðið mun lýsa ferðalagi sínu um framandi heim lærdóms á móti útiliðinu sem mun reyna að láta ferðalag um Asíu hljóma skemmtilega. Ég held að við vitum öll hvernig þetta mun fara. Hrafnkell og Jónas ættu bara að fara í bað og fá sér vinnu.

 

Þangað til seinna

-Gunnar Jóhannsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvenær eigiði síðan leið fram hjá Bergen? Pétur Blöndal

Pétur (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 18:27

2 identicon

Góða ferð strákar! Það verður spennandi að fylgjast með för ykkar um heiminn.

Kveðja frá Köben,

Grétar 

Grétar (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 11:30

3 identicon

Jæja, tveir dagar liðnir.Hvað ætli Jónas sé búinn að týnast oft? Hvað ætli Gunni og Ásgeir séu búnir að lesa margar blaðsíður? hmmm

Teitur (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 16:54

4 identicon

Tveir dagar lidnir, her er skrytid ad vera svo ekki se minna sagt. Seeing is believing. Madur kemst hvergi oskaddadur an tess ad tad se kallad a mann, madur spurdur hvadan madur se eda madur bara bedinn um peninga. Vid Hrafnkell borum soldid berskjaldadir fyrst og erum kannski enn, en Sudur-Afrikumadurinn Zed var svo hjalplegur ad koma med mjog god rad.

 En jaeja allt um tad seinna.

Jonas (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband