4.5.2007 | 10:38
Tími til að ávaxta...
Nú er Hrafnkell kominn vel á seinni hluta ferðalags síns og ég rétt kominn yfir helming. Eftir svo langt ferðalag er byrjað að sjást á ferðasjóðum okkar. Suma daga lifir maður af undir þúsundkalli og verstu dagarnir hafa ekki farið langt yfir 5000. En við höfum ekki enn komið út í plús. Það mun brátt breytast því að við erum komnir til Macau - Las Vegas austursins !!!
Sitjum nuna sveittir að æfa pókerfésin, undirgjöf og falskar stokkanir.
Stefnum á að byrja á því af fara á hundaveðreiðabrautirnar. Taka síðan góða upphitun í spilakössunum, nokkra góða hringi í rúlettunni og ná loks hápunkti í V.I.P. pókerherbergi. Stefnum á að verða eins og strákurinn í Nation lampoon´s Las Vegas vacation og fá þá fría gistingu á hótelinu og nokkra bíla í lok kvöldsins. Í versta falli sofum við á lestarstöðinni.
Það er riging úti og ég tek það sem merki um að það muni rigna peningum.
Kveðja Gunnar
Tenglar
Myndir!
- Gunnars
- Jónasar Jónas er einnig þekktur sem Flash-Boy.
- Hrafnkells Keli er mjög næmur á fegurð hlutanna.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha.. nú líst mér vel á ykkur félagana.
Egill Árni (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:19
Vá.. spennandi!! gangi ykkur vel að græða fullt af peningum!
dójó
Fatgirl, 5.5.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.