Leita í fréttum mbl.is

Dregur til tíðinda

Í byrjun samanstóð ferðafélagið fall af tveimur liðum, heimaliði og útiliði. Útiliðið kynnti sér Indland og Nepal á meðan heimaliðið kynnti sér líffærafræði höfuðsins. Svo gerðist það 22. febrúar að liðin voru sameinuð undir fánum Ferðafélagsins falls. Nánar um liðin má lesa hér til hliðar á síðunni.

Í gærkvöldi var svo kallað saman fyrsta ættbálkaráðið (e. tribal council) og þar voru, og haldið ykkur nú fast, ekki einn heldur tveir meðlimir ferðafélagsins kosnir heim. Eftir mikið baktjaldamakk, brotin loforð, dramatík, tárvota hvarma og fúkyrðaflaum var niðurstaðan sú að Ásgeir og Jónas eru á heimleið. Hafa verið keyptir tveir flugmiðar undir þá og leggja þeir af stað á mánudagskvöldið. Þar sem við Gunnar sluppum í þetta skiptið fáum við að halda áfram leiknum, og næsti áfangi verður 1700 km rútuferð frá Saigon til Hanoi. Leiðin verður þó ekki farin í einum rikk heldur með 4-5 næturstoppum og friðhelgiskeppnum.

Þó að maður er auðvitað sáttur við að fá að halda leiknum áfram verður sárt að sjá á eftir herramönnunum tveimur sem eru á heimleið. Svo er ekki laust við að maður fái heimþrá þegar allar setningar byrja á: "Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim...". Já, Ásgeir og Jónas eru alveg öfundsverðir að einhverju leiti.

Núna höfum við Jónas ferðast saman í hátt í þrjá mánuði, flugum út til London þann 8. janúar mjög snemma um morgun. Í þeirri flugvél sátu tveir grænir borgarstrákar sem vissu ekki alveg við hverju átti að búast. Þegar við svo lentum í Mumbai fjöldamörgum klukkutímum seinna, loftið eins og veggur sökum mengunnar og hita, við í flíspeysunum okkar þreyttir eftir ferðalagið út, klukkan nýdottin í miðnætti, ekki vissir hvort við ættum bókað hótelherbergi fyrir nóttina og nokkuð hundruð Indverjar góndu á okkur fyrir utan allir tilbúnir að "hjálpa okkur", var það fyrsta sem Jónas sagði: "Hrafnkell, út í hvað erum við búnir að koma okkur út í?" og ég svaraði með klisjunni: "ævintýri lífs okkar". Bara nokkuð sáttur við það svar núna.

Nokkrar punktar úr hinu þriggja mánaða ferðalagi:
- stukkum af 160 m hárri brú
- lifðum það af
- höfum farið í fjórar flugferðir, fjórar lestarferðir og yfir tíu rútuferðir.
- þessar rútuferðir hafa tekið samtals yfir 60 klukkutíma.
- fótaplass í asískum rútum er venjulega ekki upp á marga fiska.
- farið til 5 landa.
- rifist einu sinni.
- þrisvar fengið svæsinn ferðalanganiðurgang.
- ekki borðað eina einustu Imodium töflu (svokallaðir stopparar), en Jónas kom með hundrað töflur út.
- brutt 3 Cyprofloxacin töflur á mann (sýklalyf) vegna niðurgangsins.
- gist í um 14 daga í herbergi með loftkælingu.
- rakað okkur einu sinni

Takk fyrir ævintýrið.

Bloggfærslur 31. mars 2007

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband