Leita í fréttum mbl.is

Kambódísk klipping

Í Kambódíu er margt skrítið og skemmtilegt. Hérna eru 95% bíla Toyota, 95% af þeim Toyotum eru Toyota Camry og 90% af þessum Toyota Camry eru grænar. Í strandhéruðum Tælands voru allir bílar Toyota Hilux. Þessi færsla er þó ekki um bílamenningu í asíu. Þessi færsla er um hárgreiðslustofuna sem er í sama húsi og þetta netkaffi.

Við mættum um kvöld á stofuna og það var bara ein klippikona að vinna þannig að aðeins einn gat fengið klippingu í einu. Ég fór fyrstur í stólinn og gaf einföld fyrirmæli: "Make it shorter, no razor (bendi á hversu stutt það ætti að vera). Make it cool." Næsta sem ég veit er hún komin með rakvélina á loft og ein rönd farin af hnakkanum mínum. Gunnar Jóhannsson er því kominn með fyrstu snoðklippingu lífs síns. Hún er nokkuð gróf og ekkert allt of slæm að eigin mati.

no nonsense

No nonsense gaur!

Hrafnkell skemmti sér vel á meðan á klippingu minni stóð og var nokkuð brattur þegar hann ætlaði að panta sína. Fyrirmæli hans voru engu flóknari: "Not like him, take it all off." Hún tók upp rakvélina og var líkleg til að raka allt af en snyrti hann svo aðeins um eyrun. Síðan kom rakvélin ekkert meira við sögu. Hún snyrti hann bara nokkuð vel og skildi eftir flottan topp handa pæjunni. Furðulegasta snoðklipping sem ég hef séð.

paejan

Pæjan!

Erum allir orðnir All Templed Out af þriggja daga hofa maraþoni. Fórum á jarðsprengju safn í dag sem minnir mann á hörmungarnar sem eiga sér stað í þessum heimi.  Það er ennþá verið að planta svona sprengjum í heiminum og það sorglega er að 90% af fórnarlömbunum er saklaust fólk sem stígur á þetta mörgum árum eftir átök.

Á morgun höldum við til Phnom Penh sem er höfuðborgin og skoðum nokkur söfn þar.

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


Bloggfærslur 20. mars 2007

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband