Leita í fréttum mbl.is

Dagar aðgerða

Eftir að hafa safnað kröftum seinustu daga var komið að dögum aðgerða. Eins og Hrafnkell nefndi þá byrjuðum við á því að fá tvo kajaka á leigu og sigla á haf út. Við sigldum með aðeins einu stoppi í þrjá tíma sem ætti að vera nóg til þess að keyra okkur alveg út. Til þess að toppa það þá myndaðist smá keppni milli kajakanna á lokasprettinum. Bæði liðin gerðu kröfu til sigurs þannig að ekki verður farið nánar út í það hér.  

Þegar við vöknuðum daginn eftir og komumst að því að þrátt fyrir allt værum við ekki með harðsperrur var stefnt á frekari virkni. Við fórum í langa leit að sjálfskiptum vespum fyrir okkur alla því að við treystum okkur ekki fyrir meiri tryllitækjum Á endanum fundum við nokkrar sem voru í góðu standi og fórum á flakk um eyjuna.. Hrafnkeli var greinilega ekki treyst fyrir allt of miklum krafti og fékk hann hægustu vespuna. Til að bæta upp fyrir lélegan mótor hafði hún spiderman skreytingar. Skreytingarnar kvöttu Kela til dáða og var hann ávallt fremstur. 

Eyjan er frekar lítil og náðum við því að skoða næstum helminginn af henni á nokkrum tímum. Mest sáum vid bara frá hringveginum en við stoppuðum á nokkrum ströndum og létum sólina baka okkur með mismunadi útsýni. Það besta við hjólin var þó að við þurftum ekki að labba upp brekkuna að kofunum okkar, brekkuna sem í daglegu tali er nefnd dauðabrekkan. 

Þar sem að ferðalag á vespu tekur ekki mikið á líkamlega ákváðum við að skrá okkur í bátsferð daginn eftir. Bátsferðin var vel heppnuð og fengum við eins mikið að borða og drekka og við gátum í okkur látið (sem er alveg góður slatti hjá fjórum strákum um 90kg). Það voru hátt í 40 manns í ferðinni og því nóg að gerast. Við fórum að snorkla á tveimur mismunandi stöðum og sáum flotta fiska og allskonar lífverur á kórölunum. Höfðum heyrt fyrir ferðina að þetta væru ekki flottustu kóralla svæðin en fyrir okkur byrjendurnar var þetta mög skemmtilegt. 

Hérna á eyjunni höfum við eignast marga góða vini. Flestir þeirra eru vestrænir krakkar á okkar aldri en við höfum einnig rekist á nokkra heima"menn". Þetta eru froskurinn sem býr á klósettinu okkar Ásgeirs, kakkalakkinn í rúminu hjá Jónasi og Kela og kötturinn sem að reynir að stinga sér inn um hurðina í hvert skipti sem hún er opnuð. Góðu fréttirnar eru að okkur tókst að losna við froskinn en fáum stundum síðar heyri ég frá Kela að hann sé kominn ofan í klósetið þeirra. Klósettið hjá K&J því óstarfhæft einusinni enn þó af öðrum orsökum en venjulega. Síðan eru flugur, maurar og allar aðrar pöddur alltaf til í að heiðra okkur með nærveru sinni í svefni og vöknum við oftast með 5-40 ný bit á hverjum morgni. Þetta er samt bara hressandi og hvetur okkur til að sofa minna. 

Við komumst aftur í gamla farið í dag og lágum í sólinni og lásum bækur sem er hollt og gott fyrir líkama og sál. Höldum því áfram í tvo daga og efir það förum við til Kambódíu. 

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sweet! Arcade Fire og Muse að bætast við á Hróaskeldu. Gleði gleði.

Teitur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:00

2 identicon

Hljómar alveg eins og Fiji; leti, lestur, kórallar og moskítóbit. Lífið gerist ekki yndislegra.

Kv. Anna :) 

Anna (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Hrafnkell Hjörleifsson

Þvílík taumlaus gleði og bullandi tilhlökkun. Bara 111 dagar skv. síðunni og ekki lýgur hún... Nóg að gera þangað til hinsvegar!

Hrafnkell Hjörleifsson, 15.3.2007 kl. 10:05

4 Smámynd: Þórður Gunnarsson

Djöfulsins helvíti, hvað er ég að gera í háskóla núna? Af hverju er ég ekki á einhverri eyju að lesa bækur og sólbrenna?

Þórður Gunnarsson, 15.3.2007 kl. 13:47

5 identicon

Vá hvað ég öfunda ykkur! Það sko snjóaði hérna í gær... en það var samt líka sól þannig að maður þurfti að vera með sólgleraugu.. sem er töff.

gunnasystir 

dóra (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 02:01

6 Smámynd: Hrafnkell Hjörleifsson

Oja, komnir til Kambodiu eftir langt og strangt ferdalag. Angkor Wat naestu thrja daga. Neydum Jonas til ad blogga a morgun...

Hrafnkell Hjörleifsson, 17.3.2007 kl. 12:37

7 identicon

Sælir drengir

Ég er búin að fletta Angor Wat upp á Google Earth og hlakka til að heyra fleiri ferðasögur. Bestu kveðjur

Gunnamamma 

Lilja (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband