Leita í fréttum mbl.is

Dregur til tíðinda

Í byrjun samanstóð ferðafélagið fall af tveimur liðum, heimaliði og útiliði. Útiliðið kynnti sér Indland og Nepal á meðan heimaliðið kynnti sér líffærafræði höfuðsins. Svo gerðist það 22. febrúar að liðin voru sameinuð undir fánum Ferðafélagsins falls. Nánar um liðin má lesa hér til hliðar á síðunni.

Í gærkvöldi var svo kallað saman fyrsta ættbálkaráðið (e. tribal council) og þar voru, og haldið ykkur nú fast, ekki einn heldur tveir meðlimir ferðafélagsins kosnir heim. Eftir mikið baktjaldamakk, brotin loforð, dramatík, tárvota hvarma og fúkyrðaflaum var niðurstaðan sú að Ásgeir og Jónas eru á heimleið. Hafa verið keyptir tveir flugmiðar undir þá og leggja þeir af stað á mánudagskvöldið. Þar sem við Gunnar sluppum í þetta skiptið fáum við að halda áfram leiknum, og næsti áfangi verður 1700 km rútuferð frá Saigon til Hanoi. Leiðin verður þó ekki farin í einum rikk heldur með 4-5 næturstoppum og friðhelgiskeppnum.

Þó að maður er auðvitað sáttur við að fá að halda leiknum áfram verður sárt að sjá á eftir herramönnunum tveimur sem eru á heimleið. Svo er ekki laust við að maður fái heimþrá þegar allar setningar byrja á: "Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim...". Já, Ásgeir og Jónas eru alveg öfundsverðir að einhverju leiti.

Núna höfum við Jónas ferðast saman í hátt í þrjá mánuði, flugum út til London þann 8. janúar mjög snemma um morgun. Í þeirri flugvél sátu tveir grænir borgarstrákar sem vissu ekki alveg við hverju átti að búast. Þegar við svo lentum í Mumbai fjöldamörgum klukkutímum seinna, loftið eins og veggur sökum mengunnar og hita, við í flíspeysunum okkar þreyttir eftir ferðalagið út, klukkan nýdottin í miðnætti, ekki vissir hvort við ættum bókað hótelherbergi fyrir nóttina og nokkuð hundruð Indverjar góndu á okkur fyrir utan allir tilbúnir að "hjálpa okkur", var það fyrsta sem Jónas sagði: "Hrafnkell, út í hvað erum við búnir að koma okkur út í?" og ég svaraði með klisjunni: "ævintýri lífs okkar". Bara nokkuð sáttur við það svar núna.

Nokkrar punktar úr hinu þriggja mánaða ferðalagi:
- stukkum af 160 m hárri brú
- lifðum það af
- höfum farið í fjórar flugferðir, fjórar lestarferðir og yfir tíu rútuferðir.
- þessar rútuferðir hafa tekið samtals yfir 60 klukkutíma.
- fótaplass í asískum rútum er venjulega ekki upp á marga fiska.
- farið til 5 landa.
- rifist einu sinni.
- þrisvar fengið svæsinn ferðalanganiðurgang.
- ekki borðað eina einustu Imodium töflu (svokallaðir stopparar), en Jónas kom með hundrað töflur út.
- brutt 3 Cyprofloxacin töflur á mann (sýklalyf) vegna niðurgangsins.
- gist í um 14 daga í herbergi með loftkælingu.
- rakað okkur einu sinni

Takk fyrir ævintýrið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja tad er buid ad vera gaman ad ferdast i svona storum hop. Mikid oryggi, meira til ad spjalla um og tad mikilvaegasta ad tad er haegt ad spila kana og hearts tegar vid erum fjorir. Tvi er tad med soknudi sem ad eg kved tvo goda ferdafelaga og vona ad eg sjai ta sem fyrst aftur. 

Eg vona lika ad teir muni ofunda okkur af tvi ad vera lengur uti og ad allir teir hlutir sem teir tala um ad gera a Islandi seu  ekki jafn spennandi og teir hljoma! Eg meina hversu gott getur tad verid ad vakna ekki i svitabadi a hverjum morgni?

Gunni (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 17:07

2 identicon

Já Hrafnkell þú átt þakkir skilið fyrir góðar og fróðlegar færslur (Þú hefur sko skrifað tvær síðustu),óska ég ykkur Gunnari góðrar ferðar í framhaldinu, ég er viss um að Jónas og Ásgeir eiga eftir að öfunda ykkur eftir að þeir koma heim. Vonandi fáum við  svo að fylgjast með ferðum ykkar áfram og góða ferð og enn og aftur takk fyrir góðar færslur, Guðrún (mamma Jónasar)

Guðrún Vignisd. (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 20:09

3 identicon

Það liggur við að ég öfundi mömmur Jónasar og Ásgeirs af því að fá drengina sína heim, um leið óska ég Gunnari og Hrafnkeli góðrar ferðar í áframhaldandi ævintýraferð um Asíu.

 Bestu kveðjur  Lilja (mamma Gunnars)

Lilja (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:27

4 identicon

Ja, nu thegar thad eru akkurat 26 klukkutimar i flugtak flugferdar sem fer med mig heim ma segja ad madur se ordinn saddur ferdadaga. Audvitad hefur thad tekid a endrum og sinnum ad vera ad ferdast fram og tilbaka, ut og sudur til stada sem hver og einn bydur upp a mismunandi moguleika og haettur.

En nu langar mig heim. Ef eg hefdi vitad thad fyrirfram ad eg vaeri ad ferdast fram ad naesta hausti vaeri madur audvitad fullur af eldmodi ad halda afram en nu thegar eg hef fundid fyrir heimferd i 2 vikur ad tha er loksins gott ad koma heim og fadma fjolskylduna. Ad thvi leytinu til er eg ofundsverdur.

Thratt fyrir yfirgangandi ferdathreytu ad tha er thad nu bara nytilkominn hlutur sem sjaldan ef nokkurn timann hefur hamlad manni thessa thrja manudi sem madur hefur verid a vappinu. Spenningurinn fyrir nyjum stad og landi hefur stigmagnast thegar a ferdalagid hefur lidid. Hvergi var leidinlegt en audvitad voru akvednir stadir sem hofdu sterkari ahrif a mann en adrir. En einmitt thess vegna er thad magnad taekifaeri ad fa ad ferdast svona eins og madur hefur gert. Madur byr til reynsluheim. Reynsluheim sem nytist manni hvar sem er. Madur vitkast. Vitkast um stadi og folk sem byr vid allt adrar adstaedur en madur sjalfur.

Svo eru akvednir hlutir sem madur hefdi viljad hafa gert odruvisi, en thegar ollu er a botninn hvolft ad tha finnst manni thad bara skipta minna og minna mali. Audvitad hefdum vid getad farid fyrr til Vietnam, vid hefdum getad labbad hringinn um Annapurna-skard, vid hefdum getad gert alveg otrulega margt. En vid skemmtum okkur vel og thad er thad sem er mergurinn malsins. Heimurinn fer ekkert.

En thratt fyrir ad heimurinn fari hvergi ad tha er thad jafnt med soknudi og stolti sem eg kved 2 frabaera vini sem halda nu ut i ovissuna i Laos og Kina (jafnvel Japan ef their tha gerast svo fraegir). Med soknudi vegna thess ad thad hefur verid frabaert ad vera i kringum tha og deila med theim theim upplifunum sem a daga okkar hafa drifid. Og med stolti vegna thess ad vid letum thetta allt saman ganga upp. Otrulegt en satt ad tha hefur thessi sambud okkar drengja gengid alveg frabaerlega vel.

Ad lokum........kjaftaedi ad thetta seu bara 60 klukkustundir sem vid eyddum i rutum, thad bara getur ekki verid. Eg skyt a svona 90! Tvofaldid svo tha tolu og tha erud thid kannski komnir til Hong Kong. Thetta verdur eldraun strakar ad komast alla leid nordur eftir, munid bara ad vera duglegir ad blogga thratt fyrir ad thid nennid thvi bara alls ekki kannski eftir 6-800 kilometra rutuferdir.

Takk fyrir mig somuleidis! 

Ykkar einlaegur.

Jonas

P.S. Gunnar, thu ert med North Face skona mina og eg med Timberland skona thina. Varstu thunnur i morgun?:)

Jonas Asmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 12:56

5 identicon

Vil minna a ad eg er ekkert ad kvedja Asgeir neitt vid erum enn saman:)

Jonas Asmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband