Leita í fréttum mbl.is

Kambódísk klipping

Í Kambódíu er margt skrítið og skemmtilegt. Hérna eru 95% bíla Toyota, 95% af þeim Toyotum eru Toyota Camry og 90% af þessum Toyota Camry eru grænar. Í strandhéruðum Tælands voru allir bílar Toyota Hilux. Þessi færsla er þó ekki um bílamenningu í asíu. Þessi færsla er um hárgreiðslustofuna sem er í sama húsi og þetta netkaffi.

Við mættum um kvöld á stofuna og það var bara ein klippikona að vinna þannig að aðeins einn gat fengið klippingu í einu. Ég fór fyrstur í stólinn og gaf einföld fyrirmæli: "Make it shorter, no razor (bendi á hversu stutt það ætti að vera). Make it cool." Næsta sem ég veit er hún komin með rakvélina á loft og ein rönd farin af hnakkanum mínum. Gunnar Jóhannsson er því kominn með fyrstu snoðklippingu lífs síns. Hún er nokkuð gróf og ekkert allt of slæm að eigin mati.

no nonsense

No nonsense gaur!

Hrafnkell skemmti sér vel á meðan á klippingu minni stóð og var nokkuð brattur þegar hann ætlaði að panta sína. Fyrirmæli hans voru engu flóknari: "Not like him, take it all off." Hún tók upp rakvélina og var líkleg til að raka allt af en snyrti hann svo aðeins um eyrun. Síðan kom rakvélin ekkert meira við sögu. Hún snyrti hann bara nokkuð vel og skildi eftir flottan topp handa pæjunni. Furðulegasta snoðklipping sem ég hef séð.

paejan

Pæjan!

Erum allir orðnir All Templed Out af þriggja daga hofa maraþoni. Fórum á jarðsprengju safn í dag sem minnir mann á hörmungarnar sem eiga sér stað í þessum heimi.  Það er ennþá verið að planta svona sprengjum í heiminum og það sorglega er að 90% af fórnarlömbunum er saklaust fólk sem stígur á þetta mörgum árum eftir átök.

Á morgun höldum við til Phnom Penh sem er höfuðborgin og skoðum nokkur söfn þar.

Þangað til seinna.

Gunnar Jóhannsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnkell Hjörleifsson

Hún tók sér allavegana nægan tíma og vandaði sig daman svo maður er bara sáttur. 3 dollarar á haus er líka ágætlega sloppið. Annars fær toppurinn, og bara restin af hárinu að fjúka á næstu dögum svo maður fái þetta unglega lúkk.

Hrafnkell Hjörleifsson, 20.3.2007 kl. 11:39

2 identicon

Konan hefur bara heyrt "Make it cool" held ég, ekki séð gunnar svalari í mörg ár! 

Steindór (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 15:32

3 identicon

Ég vil bara benda óvígðum á að ég tek ekkert mark á þessu prumpmonti þeirra félaga. Fyrir fjórum vikum síðan gekk ég galvaskur inn á klipperí í Bangkok og bað um hárskurð. Eftir mikla samskiptaörðugleika (ég tala ekki thai, hún talar ekkert annað en thai) tókst mér þó að skilja að ég ætti kost á number 1 eða number 2. Ég valdi number 2. Number 2 var snoðklipping, einmitt sú fyrsta sem ég hef fengið á ævinni. Þ.a.l. hef ég litið út eins og dósabjórsbreti seinustu vikur. Ég lít því á mig sem nokkurs konar trend-setter. Varist eftirlíkingar.

Ég vil líka nota tækifærið og benda á að Gaukur og Stöng eru í eins hlýrabolum. Svona eru þeir. Alltaf.

Ásgeir Pétur (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 15:57

4 identicon

jæja drengir, loksins hafiði séð ljósið. Reyndar tók það ferð til annarar heimsálfu en gott og vel. Þetta er eins og ég hef alltaf sagt langþægilegasta klippingin og þetta fer þér bara vel gunni minn.

Later, Rútur Örn 

Rútur Örn Birgisson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:44

5 identicon

Flott klipping - mjög cool.

Ég var farin að halda að þið hefðuð allir týnt myndvélunum. Það hlýtur að styttast í næstu myndasýningu.

Bestu kveðjur Gauksmamma eða hvor er hvað?

Lilja (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:17

6 identicon

Thid erud alltaf flottir! Keli minnir mig einna mest á Leonardo DiCaprio í myndinni The Beach á thessari mynd. Bestu kvedjur frá Bilbao (Spáni).

Grétar (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:12

7 identicon

Ég veit ekki hvað Arnar segir um þessa klippingu! Benti honum á heimasíðuna til að hann gæti lagt dóm á fagmennskuna í Kambódíu. Annars eruð þið flottir hvernig sem þið eruð klipptir. En hvar eru myndirnar? Koma svo strákar!

Bestu kveðjur, mamma Stöng (ef ég sé Stangarmóðir!)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 01:04

8 Smámynd: Jonas Asmundsson

Myndirnar sem her eru til synis blikna i samanburdi vid tha sem their felagar Gaukur og Stong letu mig taka af ser thegar upp a hotelherbergi var komid. Haldandi utan um hvorn annan og Gunnar med sjolidakvedjuna a lofti, n.b. berir ad ofan........

Can I say gaaaaaaaaay?

Fyrir tha allra spenntustu fyrir theirri mynd verd eg ad hriggja ykkur med thvi ad blod mitt rennur eins haegt og osmurd olia i gamalli Datsun. Thvi verda engar myndir uppfaerdar fyrr en 4. april. Sorry.

Jonas Asmundsson, 24.3.2007 kl. 11:13

9 Smámynd: Hrafnkell Hjörleifsson

Tvennt sem eg vil taka fram; i fyrsta lagi er Jonas fullur. I odru lagi var eg ad setja inn orfaar myndir, orfaar thvi plassid a myndasidunni minni er buid. Eins og thid sjaid er eg vel uppalinn drengur, og geri alltaf eins og mamma segir mer ad gera!

Hrafnkell Hjörleifsson, 24.3.2007 kl. 12:32

10 Smámynd: Jonas Asmundsson

Come on....

Thu verdur ad vidurkenna ad thid voru nu aedi saetir a theirri mynd rett eins og a theim her fyrir ofan. Bara a orlitid annan hatt:) 

Jonas Asmundsson, 24.3.2007 kl. 12:45

11 identicon

Sælar! Loksins tekst mér að kommenta á síðuna (tölvan mín er skrýtin). Það er nett. Ég er í prófum. Þið í Kambódíu. Hvort er nettara? Keli, á að skella sér á trademarkið með snoðklippingunni? Þú verður reyndar kannski að fá leyfi fyrir því...annars er toppurinn helvíti góður. Later guys!

Sigfús Kr. Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundar

Ferðafélagið fall
Ferðafélagið fall
Ferðafélagið Fall er eins og nafnið gefur til kynna félagsskapur sem hefur þá lífsskoðun að fall sé fararheill. Því stendur félagið núna í einhverju glórulausu heimshornaflakki. Hér birtast tíðindi úr þeirri útferð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband